17. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga verður haldinn þann 6. nóvember n.k. í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Fundurinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, en yfirskriftin að þessu sinni er Hlutverk náttúruverndarnefnda. Að fundi loknum verður farið í skoðunarferð í fylgd heimamanna. Fundarstjórn í höndum fulltrúa Rangárþings eystra Dagskrá 1. hluti – 10:00 –
Drög að tillögu að matsáætlun Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Sprengisandsleið (26) milli Suður- og Norðurlands, í Rangárþingi ytra, Ásahreppi og Þingeyjarsveit. Framkvæmdin felur í sér nýjan 187-197 km langan veg frá Sultartangalóni að Mýri í Bárðardal. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif tveggja leiða. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur
Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið excel-líkan sem sýnir á myndrænu formi annars vegar skuldahlutfall sveitarfélaga og hins vegar veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur á árunum 2010-2013. Á excel skjalinu er unnt að velja eitt eða fleiri sveitarfélög eða einn eða fleiri landshluta og sjá veltufé frá rekstri á Y-ásnum og
Nýtt útilistaverk eftir Halldór Ásgeirsson verður afhjúpað á Borg í Grímsnesi laugardaginn 1. nóvember kl. 16 Í Listasafni Árnesinga má fá nánari innsýn í listferil hans á sýningunni VEGFERÐ – listamannsspjall kl. 14 Á fjölbreyttri dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi vill Listasafn Árnesinga benda sérstaklega á afhjúpun útilistaverks laugardaginn 1. nóvember kl. 16 á Borg í Grímsnesi.
Fimmtudaginn 30. október verður kvikmyndin „Stella í orlofi“ sýnd kl. 19:30 á sundlaugarbakkanum á Hvolsvelli. Alla fimmtudaga fram að jólum verður einhver viðburður í sundlauginni á Hvolsvelli kl. 19:30. Einnig verður frítt í sund fyrir ákveðna íbúa sveitarfélagsins í hvert skipti. Í kvöld verður frítt inn fyrir íbúa í Fljótshlíð.
Í neðangreindri skýrslu má sjá mannfjöldaþróun í sveitarfélögum á Suðurlandi frá 2006 til 2014. Mesta fjölgunin hefur átt sér stað í Sveitarfélaginu Árborg um 902 íbúa eða 12,9%. Næst á eftir er Hveragerðisbær með 249 eða 11,9%. Mesta fólksfækkun hefur verið í Mýrdalshreppi um 15 eða 3% og á hæla þess er Höfn í Hornafirði
Fimmti og síðasti viðburðurinn í menningarmánuðnum október hjá Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn föstudagskvöldið 31. október í Hvíta húsinu á Selfossi kl. 20:30. Þar verður fjallað um sögu Bifreiðarstöðvar Selfoss, Fossnestis og Inghóls. Saga í máli og myndum af öllum stöðunum og Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) spilar. Kynnir verður Jón Bjarnason. Frítt inn.
Hér má sjá dagskrá Safnahelgar Opnunarhátíð sjöundu Safnahelgarinnar verður fimmtudaginn 30. október í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn með stuttu málþingi, Safnið mitt – safnið þitt. Þar munu þau Sigurjón Baldur Hafsteinsson dósent í safnafræði við Háskóla Íslands, Þorsteinn Hjartarson fræðslufulltrúi Árborgar og Alma Dís Kristinsdóttir safnafræðingur flytja erindi um safna- og samfélagsmál. Einnig verða
Á Ársþingi SASS fluttu nokkrir gestir mjög áhugaverð erindi. Það voru m.a., Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður á Suðurlandi, Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Strætó, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands. Hér má sjá erindin: Anna Birna Þráinsdóttir Einar Kristjánsson Karl Björnsson Sigurður Sigursveinsson
Á aðalfundi SASS sem haldinn var á ársþingi samtakanna á Kirkjubæjarklaustri dagana 21. og 22. októbert voru eftirfarandi ályktanir samþykktar: Atvinnumál Ársþing SASS haldið á Kirkjubæjarklaustri 21.-22. október 2014 skorar á stjórnvöld að hefja nú þegar vinnu við að ljósleiðaravæða Ísland. Forsenda fyrir jákvæðri byggðaþróun, uppbyggingu- og atvinnu á landsbyggðinni er háhraða nettenging um allt