GAMLI BÆRINN Í MÚLAKOTI SAGA – VARÐVEISLA – FRAMTÍÐ DAGSKRÁ MÁLSTOFU 8. nóvember 2014 Kl. 14:00 Skoðun í Múlakoti, garðurinn og gamli bærinn Kl. 15:00 Haldið að Goðalandi, málstofustað Kl. 15:15 Kaffisopi Kl. 15:30 Málstofan sett – málstofustjóri Björn Bjarnason fyrrv. ráðherra Kl. 15.35 Aðkoma Skógasafns – Sverrir Magnússon frkvstj. safnsins Kl. 15:50 Saga umsvifa
Setning Uppskeru-og þakkarhátíðar og Safnahelgar á Suðurlandi fer fram í félagsheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudaginn 30. október kl. 20:00. Ávarp flytur oddviti Skaftárhrepps Eva Björk Harðardóttir, kirkjukórarnir flytja nokkur lög og nemendur úr Kirkjubæjarskóla sýna stutt atriði undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu. Dagskránna yfir alla viðburði hér
Fyrstu helgina í nóvember stendur sunnlendingum og gestum þeirra margt til boða á svæðinu frá Selvogi í vestri til Hornafjarðar í austri, upp til sveita, niður að sjó og í Vestmannaeyjum en þá verður í sjöunda skipti efnt til Safnahelgar á Suðurlandi. Ýmislegt forvitnilegt verður í gangi í hinum fjölbreyttu söfnum (bókasöfn, listasöfn, minjasöfn og
Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum verður haldið í Reykjanesbæ föstudaginn 14. nóvember nk. Málþingið er ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum innflytjenda. Félagsmálastjórar, mannauðsstjórar og stjórnendur upplýsingamála eru sérstaklega hvattir til að mæta. Skráning er hafin á vef sambandsins, dagskrá verður sett inn þegar nær
Ráðstefna verður haldin á Hótel Vík mánudaginn 27 október á vegum Kötlu jarðvangs og nefnist: Katla jarðvangur – Horft til framtíðar Dagskrá 11.00 Fundarsetning: Eiríkur Vilhelm Sigurðsson forstöðumaður Kötluseturs 11.05 Aðdragandi og upphaf Kötlu jarðvangs: Steingerður Hreinsdóttir rekstrarstjóri Kötlu jarðvangs 11.20 Forvitnir ferðalangar og lesturinn í litbrigði jarðar: Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri 11.40 Í ríki
Þann 13. nóvember verður haldin fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki. Keppnin verður haldin í Norræna húsinu. Þátttökugjaldið í keppninni er 3.000 kr. og gildir það fyrir eina vöru. Verð fyrir hverja vöru umfram eina er 2.000 kr. Skráningin er bindandi og verður reikningur sendur til þátttakenda þegar skráningu er lokið. Ekki verður tekið á móti óskráðum vörum á keppnisdegi.
Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að veita 25% afslátt af leikskólagjöldum frá 1. nóvember 2014. Þá verður frítt fyrir elsta árgang leikskólans. Breytingarnar taka gildi 1. nóvember 2014. Níu börn eru í elsta árganginum og 25% afslátturinn nær til tuttugu og tveggja barna. Leikskólinn, sem heitir Leikholt er staðsettur í Brautarholti. Hann er leikskóli
Á fundi sem haldinn var í bæjarráði Vestmannaeyja 14. október sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum með skert framlög til reksturs flugvallaþjónustu fyrir innanlandsflug. Innanlandsflug er hluti af lífæðakerfi landsbyggðanna. Áframhaldandi skerðing á flugvallaþjónustu, óvissa um Reykjavíkurflugvöll og álögur á flugrekendur kemur til með að skerða verulega ferðaþjóustu og aðra atvinnuuppbyggingu
Málþing á vegum Friðar og frumkrafta verður haldið á Hótel Laka laugardaginn 18. október kl. 12:15-15:30 Friður og frumkraftar er hagsmunafélag sem hefur þann tilgang að efla byggð í Skaftárhreppi, fjölga atvinnutækifærum og standa vörð um þau sem fyrir eru ásamt því að styrkja markaðsstöðu og ímynd Skaftárhrepps. Slagorðið „Friður og frumkraftar / At ease
Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. Október nk., og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða 48 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. „Á síðustu vikum höfum við sem búum á þessari eyju í Norður-Atlantshafi verið rækilega