fbpx

Fréttir

19. september 2014

Almannavarnanefnd Árnessýslu fundaði 18. september með sérfræðingum á Veðurstofu Íslands vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul, en líkur eru á gosmengun um allt Suðurland. Nefndin sendir frá sér meðfylgjandi tilkynningu, sem dreift verður í öll hús í sýslunni, þar sem íbúar eru hvattir til að fylgjast með aðstæðum utandyra og upplýsingum á netinu og í fjölmiðlum.

16. september 2014

Meðfylgjandi er frétt af heimasíðu www.skeidgnup.is Ágætu íbúar. Hér eru heimasíður sem hægt er að nálgast upplýsingar  um hvers konar áhrif gosið í Holuhrauni getur haft á heilsu fólks, skepnur og svo eru almennar upplýsingar  ásamt gasdreifispá. Góð fræðsla og upplýsingastreymi dregur úr áhyggjum, eykur öryggi  og gerir okkur kleift að bregðast réttar við ef

16. september 2014

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í hreyfiviku eða Move Week dagana 29. september til 5. október 2014. Áhugasamir sem vilja setja upp viðburð tengda heilsu og hreyfingu geta haft samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa Árborgar, bragi@arborg.is eða í síma 480-1900. Allir viðburðir verða skráðir niður og auglýstir svo sem flestir geti tekið þátt. Markmiðið er

12. september 2014

Fyrsta skóflustungan af nýrri viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu var tekin í gær af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra, Drífu Hjartardóttur, formanni stjórnar Lundar, Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra, Rangárþings ytra, Björgvini Sigurðssyni, sveitarstjóra Ásahrepps og Margréti Ýr Sigurgeirsdóttur, hjúkrunarforstjóra. Á undan var skrifað undir samning um framkvæmdina. Byggingin verður um 640 fermetrar að stærð og mun

11. september 2014

SASS stendur fyrir námskeiði fyrir aðila sem starfa í ferðaþjónustu Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir, virkni tripadvisor.com og facebook.com ofl. Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa skýr svör við eftirfarandi spurningum: Hverjar eru mikilvægustu markaðsaðgerðirnar fyrir mitt fyrirtæki? Á hverju byggja aðgerðir sem eru bæði einfaldar og áhrifamiklar? Hvernig finn ég tíma til að sinna

11. september 2014

483. fundur stjórnar SASS var haldinn í Þorlákshöfn miðvikudaginn 10. september.  Þar upplýsti formaður stjórnar SASS, að Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS, hefði sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum 1. desember nk. Stjórnin samþykkti að auglýsa starfið laust til umsóknar frá og með 1. desember.  

11. september 2014

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Markmið verkefnisins Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta. Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og

11. september 2014

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda. Ný Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Selfossi, Höfn og í Vestmannaeyjum. Herdís er fædd í Reykjavík 1968. Eiginmaður hennar er Guðmundur Örn Guðjónsson aðalvarðstjóri hjá Ríkislögreglustjóra,

8. september 2014

Næstkomandi fimmtudag  11. september kl. 16. verður skrifað undir samning milli ríkis og sveitarfélagana Rangárþings ytra og Ásahrepps vegna fjármögnunar viðbyggingar við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Við þessi merku tímamót verður fyrsta skóflustunga tekin að viðbyggingunni og boðið verður uppá kaffi á eftir.

8. september 2014

Málþing PREPSEC International (prepare for evidence based practice in social emotional competence) var haldið í Danmörku dagana 23. – 27. ágúst 2014. ART teyminu á Suðurlandi var boðin þátttaka. Á málþinginu deildu sjö þjóðir reynslu sinni, nýjungum og rannsóknum varðandi ART þjálfun og skyldar aðferðir. Í dag eru fimm íslenskir félagar í PREPSEC International en