fbpx

Fréttir

2. október 2014

Íþrótta- og menningarnefnd sveitarfélagsins Árborg hefur skipulagt menningarmánuðinn október 2014. Dagskráin er fjölbreytt þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 5. október –  Íslenskar skáldkonur – Rauða húsið á Eyrarbakka kl.14:00 Íslenskar skáldkonur í ljóðum, fræðum og tónlist. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir flytja eigin ljóð. Anna

1. október 2014

Dagskrá Regnbogans – List í fögru umhverfi 2014, sem haldin verður í Vík í Mýrdal  helgina 10. – 12. október er nú tilbúin. Aðstandendur hátíðarinnar vonast til að sjá sem flesta í Vík þessa daga enda verður  boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Regnbogabæklingurinn_2014  

30. september 2014

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október nk. Ráðstefnan verðu sett kl. 10:00 af formanni sambandsins og í framhaldinu flytur fjármála- og efnahagsráðherra stutt ávarp. Síðan stýrir Sigmar Guðmundsson fréttamaður samtali formanns sambandsins og fjármála- og efnahagsráðherra um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Fyrri dag ráðstefnunnar verða

26. september 2014

Stofnfundur Bókabæjanna austanfjalls verður haldinn í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 27. september klukkan 14:00. Ávörp flytja herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Richard Booth konunglegur stofnandi Hay-on-Wye-bókabæjar í Wales, Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra,  Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Kynning á verkefninu, tónlist og fleira. Veitingar í boði

26. september 2014

Átta þúsundasti íbúinn í Sveitarfélaginu Árborg fæddist á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi laugardaginn 20. september. Það var drengur, fyrsta barn þeirra Helga Ófeigssonar og Thelmu Karenar Ottósdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi. Af þessu tilefni mætti Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar á heimili þeirra á mánudaginn og heiðraði fjölskylduna með blómvendi, samfellu með áletrun og

26. september 2014

Almannavarnir Árnessýslu  standa fyrir íbúafundi í Árnesi mánudaginn 29 september næstkomandi kl 20:00 um möguleg áhrif yfirvofandi loftmengunar og flóðahættu vegna gossins í Holuhrauni. Framsögumenn verða: Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í Árnessýslu og Kristján Einarsson Framkvæmdastjóri Almannavarna Árnessýslu og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu

25. september 2014

Arion banki hefur tekið saman skýrslu um þróun í ferðaiðnaðinum og þar kemur margt athyglisvert í ljós og áhugasömum bent á að skoða skýrsluna á þessari vefslóð Hér má sjá þrróun í fjölda og komutíma

24. september 2014

Þórarinn Egill Sveinsson, verkefnisstjóri/ráðgjafi hjá SASS verður með viðtalstíma á Kirkjubæjarklaustri  í Kirkjubæjarstofu miðvikudaginn 1. október frá kl. 9,00 – 16,00 og á Höfn í Hornafirði í Nýheimum fimmtudaginn 2.október frá kl 9,00 – 16,00. Þá er einnig hægt að hafa samband við ráðgjafa SASS hvenær sem er og eru netföng og símanúmer þeirra  hér

24. september 2014

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að  Sveitarfélagið Ölfus eignist 9% hlut í leikskólum Hveragerðisbæjar  gegn greiðslu sama hlutfalls í uppreiknuðu endurstofnverði  leikskólans Óskalands. Börn á leikskólaaldri með lögheimili í  dreifbýli Sveitarfélagsins Ölfuss njóti í kjölfarið sama aðgengis að leikskólum í Hveragerðisbæ og börn með lögheimili í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Ölfus mun greiða rekstrarkostnað leikskólanna í hlutfalli við

19. september 2014

Almannavarnanefnd Árnessýslu fundaði 18. september með sérfræðingum á Veðurstofu Íslands vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul, en líkur eru á gosmengun um allt Suðurland. Nefndin sendir frá sér meðfylgjandi tilkynningu, sem dreift verður í öll hús í sýslunni, þar sem íbúar eru hvattir til að fylgjast með aðstæðum utandyra og upplýsingum á netinu og í fjölmiðlum.