483. fundur stjórnar SASS var haldinn í Þorlákshöfn miðvikudaginn 10. september. Þar upplýsti formaður stjórnar SASS, að Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS, hefði sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum 1. desember nk. Stjórnin samþykkti að auglýsa starfið laust til umsóknar frá og með 1. desember.
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Markmið verkefnisins Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta. Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda. Ný Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Selfossi, Höfn og í Vestmannaeyjum. Herdís er fædd í Reykjavík 1968. Eiginmaður hennar er Guðmundur Örn Guðjónsson aðalvarðstjóri hjá Ríkislögreglustjóra,
Næstkomandi fimmtudag 11. september kl. 16. verður skrifað undir samning milli ríkis og sveitarfélagana Rangárþings ytra og Ásahrepps vegna fjármögnunar viðbyggingar við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Við þessi merku tímamót verður fyrsta skóflustunga tekin að viðbyggingunni og boðið verður uppá kaffi á eftir.
Málþing PREPSEC International (prepare for evidence based practice in social emotional competence) var haldið í Danmörku dagana 23. – 27. ágúst 2014. ART teyminu á Suðurlandi var boðin þátttaka. Á málþinginu deildu sjö þjóðir reynslu sinni, nýjungum og rannsóknum varðandi ART þjálfun og skyldar aðferðir. Í dag eru fimm íslenskir félagar í PREPSEC International en
Sýningin Matarhandverk 2014 verður haldin á Patreksfirði dagana 2.-3. október 2014. Um er að ræða sýningu og keppni í matarhandverki, sem er skilgreint sem matvara framleidd úr hráefni úr héraði með tengingu við framleiðslustað, sögu eða matargerðarhefðir héraðsins. Markmiðið er m.a. að stuðla að vöruþróun, auka sýnileika og efla gæðaímynd smáframleiðslu matvæla. Vonast er til
Laugardaginn 6. september verður árviss uppskeruhátíð haldin í Hrunamannahreppi. Fjölbreytt dagskrá verður á Flúðum og nágrenni, markaður í félagsheimilinu með uppskeru og ýmsan varning beint frá býli, handverk, opin hús, söfn, sýningar, golfmót og tilboð hjá ferðaþjónustuaðilum. Íþróttaviðburðurinn „Uppsveitahringurinn“ verður haldinn sama dag í þriðja sinn þar sem hlaupið og hjólað verður um uppsveitir Árnessýslu.
Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra fyrir árið 2014 voru veitt á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli um síðustu helgi. Það er umhverfis- og náttúruverndarnefnd sveitarfélagsins sem veitir verðlaunin árlega og voru þau veitt í þremur flokkum að þessu sinni. Fegursti garður sveitarfélagsins er garður þeirra Guðjóns Einarssonar og Þuríðar Kristjánsdóttur við Hlíðarveg 13 á Hvolsvelli. Þess má geta að
Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar hefur afhent umhverfisverðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2014 en verðlaunað er fyrir snyrtilegasta heimilisgarðinn, snyrtilegasta fyrirtækið og sérstök hvatningarverðlaun eru veitt. Snyrtilegasti heimilisgarðurinn er að þessu sinni Ey á Laugarvatni, eigendur Hörður Bergsteinsson og Elín Bachmann Haraldsdóttir. Hann þykir mjög snyrtilegur og stílhreinn. Snyrtilegasta fyrirtækið er Gufuhlíð í Reykholti, eigendur eru Hildur Ósk Sigurðardóttir
Ferðamálastofa í samvinnu við Alta ýtir nú úr vör verkefni um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem nýtast mun þeim sem að íslenskri ferðaþjónustu koma, bæði opinberum stofnunum sem og einkaaðilum. Verkefnið er byggt á forverkefni sem unnið var í Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Ásahreppi, Mýrdalshreppi