fbpx

Fréttir

15. ágúst 2014

Málþing  Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldið á Grand hóteli 8. September nk. Og hefst dagskráin kl. 10:00. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá málstofunni á upplýsingavef sambandsins www.samband.is/um-okkur/bein-utsending/ Umfjöllunarefnið að þessu sinni er námsárangur í íslenskum skólum. Snýst skólastarf um árangur í námi eða að fjölbreyttum hópi nemenda líði sem best?

15. ágúst 2014

Á stjórnarfundi SASS sem haldinn var 13. ágúst sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: Stjórn SASS leggur mikla áherslu á að  mörk umdæma lögreglustjóra og sýslumanna verði þau sömu  og verði innan marka Suðurkjördæmis þ.e. nái frá Ölfusi í vestri og til  Hornafjarðar í austri.  Mikilvægt er að samræmi sé sem mest á milli stjórnsýslueininga ríkisins

15. ágúst 2014

Á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi  afhenti Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar umhverfisverðlaunin fyrir árið 2014. Í þetta skipti var garðurinn við Túngötu 57 á Eyrarbakka valinn sá fallegasti en eigendur hans eru þau Óðinn Kalevi Andersen og Ása Lísbet Björgvinsdóttir.  Snyrtilegasta fyrirtækið var valið JÁVERK á Selfossi við Gagnheiði 28 á Selfossi. Starfsmenn JÁVERKS eru

14. ágúst 2014

Íbúar Flóahrepps ætla að vera með „Fjör í Flóa“ á Menningarnótt í Reykjavík,  23. Ágúst  2014 í húsnæði Friends in Iceland á Geirsgötu 7a – 101 Reykjavik (frá 13:00 til 18:00). Við ætlum að vera með sýnishorn af því sem Flóahreppur hefur upp á að bjóða, hvort sem það er handverk, menning, matur eða þjónusta.

14. ágúst 2014

Hreppsnefnd Ásahrepps vinnur nú að næstu skrefum við ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins. Fjarskiptafélag Ásahrepps var stofnað skömmu fyrir kosningar og nú nýverið var skipt um stjórn í félaginu. Egill Sigurðsson oddviti er formaður stjórnar og aðrir stjórnarmenn eru aðalmenn í hreppsnefnd Ásahrepps. Varamenn í stjórn eru þau sömu og í hreppsnefndinni og framkvæmdastjóri félagsins er Björgvin sveitarstjóri.

14. ágúst 2014

Vegagerðin og Landsnet efna til ferðar yfir Sprengisand og fundar um áhrif fyrirhugaðrar Sprengisandslínu á Sprengisandsveg. Fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem eiga hlut að máli er boðið með, en það eru Þingeyjarsveit, Ásahreppur og Rangárþing Ytra. Ferðin er næsta einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir lagningu nýrrar línu yfir Sprengisand og ætla bæði hreppsnefndarfólk og

13. ágúst 2014

Töðugjöld verða haldin á Hellu dagana 14. -17.  ágúst 2014. Hátíðin hefst í Oddakirkju fimmtudagskvöldið 14. ágúst með tónleikum með kór Oddakirkju og Ómari Diðriks og Sveitasonum,einnig mun Þórarinn Eldjárn lesa upp úr verkum sínum. Á föstudagskvöldinu er þorpararölt og að þessu sinni taka íbúar úr gula hverfinu  á móti gestum. Á laugardeginum verður dagskrá

13. ágúst 2014

Blómstrandi dagar verða haldnir í Hveragerði dagana 14. til 17. ágúst nk. Þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla helgina fyrir fjölskylduna.  Á laugardeginum verður Ísdagurinn mikli hjá Kjörís en þá er öllum landsmönnum boðið upp á eins mikinn  ís eins og þeir get sett ofan í sig. Skemmtidagskrá verður á Kjörísplaninu þar

13. ágúst 2014

Sveitahátíðin Tvær úr Tungunum 2014 verður haldin í Reykholti í Bláskógabyggð við félagsheimilið Aratungu laugardaginn 16. ágúst 2014.  Dagskráin hefst kl. 10:00 með kaffi á sundlaugabakkanum og lýkur með dansleik um kvöldið í Aratungu þar sem hljómsveit Geirmundar Valtýssonar mun leika fyrir dansi. Hápunktur dagsins verða Aratunguleikarnir í gröfuleikni en þar munu nokkrir gröfumenn sýna

12. ágúst 2014

Verkefnið er á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar og Ungmennahússins í Söderhamn. Þema Youth Port er jöklar, hlýnun þeirra og áhrifa á landslagið. Markmið verkefnisins er að efla æskulýðsstarfið í ungmennahúsunum og gefa þeim sem taka þátt tækifæri til að læra á óformlegan hátt um náttúru og menningu annars lands. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætluninni og