Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar hefur afhent umhverfisverðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2014 en verðlaunað er fyrir snyrtilegasta heimilisgarðinn, snyrtilegasta fyrirtækið og sérstök hvatningarverðlaun eru veitt. Snyrtilegasti heimilisgarðurinn er að þessu sinni Ey á Laugarvatni, eigendur Hörður Bergsteinsson og Elín Bachmann Haraldsdóttir. Hann þykir mjög snyrtilegur og stílhreinn. Snyrtilegasta fyrirtækið er Gufuhlíð í Reykholti, eigendur eru Hildur Ósk Sigurðardóttir
Ferðamálastofa í samvinnu við Alta ýtir nú úr vör verkefni um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem nýtast mun þeim sem að íslenskri ferðaþjónustu koma, bæði opinberum stofnunum sem og einkaaðilum. Verkefnið er byggt á forverkefni sem unnið var í Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Ásahreppi, Mýrdalshreppi
Kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum á eftirfarandi tímum, í tilefni úthlutunar haust 2014: Selfossi – Þriðjudaginn 2. september, kl. 12:00 – Austurvegi 56, 3. hæð Höfn – Miðvikudaginn 3. september, kl. 12:00 – Nýheimum Vestmannaeyjum – Þriðjudaginn 9. september, kl. 12:00 – Þekkingarsetri Vestmannaeyja Vík – Fimmtudaginn 11. september kl. 12:00 – Kötlusetri
SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 45 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 22. september Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum 2014: • Vöruþróun og nýsköpun til dæmis í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu • Vöruþróun og markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar
„Margt styður það að stuðla ætti að auknu bleikjueldi á Suðurlandi. Arðbært eldi á bleikju myndi ýta undir búsetu á svæðinu á tímum minnkandi hefðbundins landbúnaðar. Stutt er á milli vænlegra eldisstaða og samgöngur mjög góðar árið um kring sem gerir alla þjónustu við reksturinn auðveldari. Einnig myndi fjölgun eldisfyrirtækja efla og festa í sessi
Verkefninu „Göngum í skólann“ verður hleypt af stokkunum í áttunda sinn 10. september næstkomandi og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.Ein
Í tilefni af því að 300 ár eru liðin frá fæðingu Fjalla Eyvindar verður einleikur um hann sýndur á lofti gamla bankans á Selfossi, Austurvegi 21, föstudaginn 29. ágúst og sunnudaginn 31. ágúst n.k. kl. 20:00. Sýningin er samin og leikin af leikaranum Elfari Loga Hannessyni. Á undan sýningunni verður Hjörtur Þórarinsson með kynningu á
Kjötsúpuhátíðin verður haldin á Hvolsvelli helgina 29. – 30. ágúst nk. Þorpið og sveitarfélagið verður allt skreytt á litríkan hátt og fólk kemur saman og nýtur veglegrar dagskrár. Nafnið dregur hátíðin af þeirri hefð Sláturfélags Suðurlands að bjóða upp á kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á laugardeginum. Á föstudagskvöldinu verða nokkrir heimamenn með opið hús
30. ágúst nk. verður opnun fyrstu sýningarinnar, Íslenski bærinn – Fegurð og útsjónarsemi í húsakynnum Íslenska bæjarins að Austur Meðalholtum, Flóahreppi. Þessi sýning markar upphaf formlegrar starfsemi stofnunar sem verið hefur í uppbyggingu mörg undanfarin ár. Menningarsetrið Íslenski bærinn er húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist. Þar munu gestir upplifa einstakan staðaranda,
Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður haldin laugardagskvöldið 23. ágúst. Sýningin hefst kl 23:00 og stendur í ca. hálftíma. Aðgangseyrir er kr. 1.000/$10/€7 (aðeins tekið við peningum) og rennur hann óskiptur til Björgunarfélags Hornafjarðar sem stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við ferðaþjónustuna á Jökulsárlóni og Ríki Vatnajökuls.