30. ágúst nk. verður opnun fyrstu sýningarinnar, Íslenski bærinn – Fegurð og útsjónarsemi í húsakynnum Íslenska bæjarins að Austur Meðalholtum, Flóahreppi. Þessi sýning markar upphaf formlegrar starfsemi stofnunar sem verið hefur í uppbyggingu mörg undanfarin ár. Menningarsetrið Íslenski bærinn er húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist. Þar munu gestir upplifa einstakan staðaranda,
Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður haldin laugardagskvöldið 23. ágúst. Sýningin hefst kl 23:00 og stendur í ca. hálftíma. Aðgangseyrir er kr. 1.000/$10/€7 (aðeins tekið við peningum) og rennur hann óskiptur til Björgunarfélags Hornafjarðar sem stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við ferðaþjónustuna á Jökulsárlóni og Ríki Vatnajökuls.
Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt fjölgun ferða á leið 75 sem ekur milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Breytingin tekur gildi mánudaginn 25. ágúst n.k. Auk þess að fjölga ferðum er tímasetningu nokkurra ferða breytt lítillega til að mæta betur þörfum notenda. Nánar um strætóferðirnar
Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 27. ágúst nk. Fyrirlesturinn er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Samband íslenskra sveitarfélaga. Aðalfyrirlesari er bandarískur sérfræðingur um taugafræðilegar forsendur lesturs, dr. Maryanne Wolf, prófessor við Tufts University í Noston og forstöðumaður lestrar- og
Málþing Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldið á Grand hóteli 8. September nk. Og hefst dagskráin kl. 10:00. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá málstofunni á upplýsingavef sambandsins www.samband.is/um-okkur/bein-utsending/ Umfjöllunarefnið að þessu sinni er námsárangur í íslenskum skólum. Snýst skólastarf um árangur í námi eða að fjölbreyttum hópi nemenda líði sem best?
Á stjórnarfundi SASS sem haldinn var 13. ágúst sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: Stjórn SASS leggur mikla áherslu á að mörk umdæma lögreglustjóra og sýslumanna verði þau sömu og verði innan marka Suðurkjördæmis þ.e. nái frá Ölfusi í vestri og til Hornafjarðar í austri. Mikilvægt er að samræmi sé sem mest á milli stjórnsýslueininga ríkisins
Á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi afhenti Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar umhverfisverðlaunin fyrir árið 2014. Í þetta skipti var garðurinn við Túngötu 57 á Eyrarbakka valinn sá fallegasti en eigendur hans eru þau Óðinn Kalevi Andersen og Ása Lísbet Björgvinsdóttir. Snyrtilegasta fyrirtækið var valið JÁVERK á Selfossi við Gagnheiði 28 á Selfossi. Starfsmenn JÁVERKS eru
Íbúar Flóahrepps ætla að vera með „Fjör í Flóa“ á Menningarnótt í Reykjavík, 23. Ágúst 2014 í húsnæði Friends in Iceland á Geirsgötu 7a – 101 Reykjavik (frá 13:00 til 18:00). Við ætlum að vera með sýnishorn af því sem Flóahreppur hefur upp á að bjóða, hvort sem það er handverk, menning, matur eða þjónusta.
Hreppsnefnd Ásahrepps vinnur nú að næstu skrefum við ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins. Fjarskiptafélag Ásahrepps var stofnað skömmu fyrir kosningar og nú nýverið var skipt um stjórn í félaginu. Egill Sigurðsson oddviti er formaður stjórnar og aðrir stjórnarmenn eru aðalmenn í hreppsnefnd Ásahrepps. Varamenn í stjórn eru þau sömu og í hreppsnefndinni og framkvæmdastjóri félagsins er Björgvin sveitarstjóri.
Vegagerðin og Landsnet efna til ferðar yfir Sprengisand og fundar um áhrif fyrirhugaðrar Sprengisandslínu á Sprengisandsveg. Fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem eiga hlut að máli er boðið með, en það eru Þingeyjarsveit, Ásahreppur og Rangárþing Ytra. Ferðin er næsta einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir lagningu nýrrar línu yfir Sprengisand og ætla bæði hreppsnefndarfólk og