Ástand vega í Flóahreppi hefur verið til umfjöllunar hjá íbúum í Flóahreppi í langan tíma og nú nýlega í fjölmiðlum. Íbúar við Hamarsveg sendu sveitarstjórn undirskriftarlista og óskir um aðstoð við að leita úrbóta, á síðasta fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 30. júní s.l. Hér má sjá afrit af bréfi til umdæmisstjóra Vegagerðarinnar .
Eydís Þ. Indriðadóttir hefur verið ráðinn sveitarstjóri Flóahrepps frá og með 1. ágúst n.k. Hún hefur starfað undanfarin ár á sviði sveitarstjórnarmála sem oddviti Ásahrepps.Eydís hefur setið í skipulagsnefndum, skólanefndum, verið formaður Mennta- og menningarnefndar Suðurlands og átt sæti í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga á Íslandi. Hún er menntaður kennari og er með M.Sc. gráðu í
Þann 1. ágúst tók Björgvin G. Sigurðsson til starfa sem sveitarstjóri Ásahrepps. Hann er með símann 8635518 og netfangið sveitarstjori@asahreppur.is. Björgvin hvetur íbúa Ásahrepps til þess að hafa samband um hvaðeina sem snertir sveitarfélagið með því að hringja, senda tölvupóst eða koma við á skrifstofunni.
Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra voru afhent þriðjudagskvöldið 29. júlí á Hellu. Verðlaunin fóru á fimm staði í ár. Hótel Rangá fékk verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið, Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason á Árbakka fengu verðlaun fyrir snyrtilegasta lögbýlið, Guðný Rósa Tómasdóttir og Bjarni Jóhannsson, Heiðvangi 9 á Hellu fengu verðlaun fyrir snyrtilegasta garðinn og loks fengu bæirnir
Bryggjuhátíðin „Brú til brottfluttra“ verður haldinn dagana 18 – 20. júlí nk. á Stokkseyri. Kvöldvakan á föstudeginum markar upphaf hátíðarinnar og munu þorpsbúar ganga fylktu liði að bryggjunni til að skemmta sér og öðrum. Pollapönk opnar dagskránna á laugardagsmorgun ásamt Sirkus Ísland og svo rekur hver viðburðurinn annan. Tívolí verður á staðnum, andlitsmálun, og markaður.
Á næstu dögum mun Míla og TRS á Selfossi hefjast handa við lagningu Ljósveitu í Þorlákshöfn. Settir verða upp götuskápar í hverfum sem svo verða tengdir á ljósleiðara. Framkvæmdunum mun fylgja eitthvað jarðrask í götum, þar sem koma þarf fyrir ljósleiðaralögnum til götuskápa. Sjaldnast er þörf á framkvæmdum hjá endanotendum vegna Ljósveitunnar, því með nútímatækni
Jazz undir Fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í ellefta sinn laugardaginn 19. júlí. Að vanda hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrána, en alls koma fram átta af fremstu jazz tónlistarmönnum þjóðarinnar í ár. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 19. júlí frá kl. 21:00 undir yfirskriftinni Tveir einstakir
Laugardaginn 12. júlí kl. 14:00 opnar í Einarssofu sögusýning um merki þjóðhátíðar 1970-2014 með dagskrá. Nokkrir félagar hafa unnið að því að safna saman upplýsingum um þessi merki, sem mörg hver eru sannkölluð listaverk sem sýna lífstakt og sál Eyjanna. Þeir hafa rætt við höfunda þeirra um söguna á bakvi þau sem og endurteikna merkin
Íslenski safnadagurinn er sunnudag 13. júli og söfn landsins bjóða þá gesti sína velkomin til að vekja athygli á fjölbreytilegri starfsemi safna. Á Eyrarbakka leiðir sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir sögugöngu um slóðir Þórdísar Símonardóttur ljósmóður og hefst gangan við Byggðasafn Árnesinga í Húsinu kl. 14.00. Sérsýningin Ljósan á Bakkanum er í borðstofu Hússins og byggir á
Pílagrímaganga úr Hreppum á Skálholtshátíð 18.-20. júlí 2014 Í fyrra var efnt til pílagrímagöngu um Hreppana og til Skálholts og endað þar á Skálholtshátíð. í ár verður gangan endurtekin og heldur í bætt. Rifjuð verður upp saga Daða Halldórssonar Og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups í Skálholti en eins og kunnugt er fjallaði óperan Ragnheiður um þessa