fbpx

Fréttir

10. júlí 2014

Jazz undir Fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í ellefta sinn laugardaginn 19. júlí. Að vanda hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrána, en alls koma fram átta af fremstu jazz tónlistarmönnum þjóðarinnar í ár. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 19. júlí frá kl. 21:00 undir yfirskriftinni Tveir einstakir

10. júlí 2014

Laugardaginn 12. júlí kl. 14:00 opnar í Einarssofu sögusýning um merki þjóðhátíðar 1970-2014 með dagskrá. Nokkrir félagar hafa unnið að því að safna saman upplýsingum um þessi merki, sem mörg hver eru sannkölluð listaverk sem sýna lífstakt og sál Eyjanna. Þeir hafa rætt við höfunda þeirra um söguna á bakvi þau sem og endurteikna merkin

10. júlí 2014

Íslenski safnadagurinn er sunnudag 13. júli og söfn landsins bjóða þá gesti sína velkomin til að vekja athygli á fjölbreytilegri starfsemi safna. Á Eyrarbakka leiðir sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir sögugöngu um slóðir Þórdísar Símonardóttur ljósmóður og hefst gangan við Byggðasafn Árnesinga í Húsinu kl. 14.00. Sérsýningin Ljósan á Bakkanum er í borðstofu Hússins og byggir á

9. júlí 2014

Pílagrímaganga úr Hreppum á Skálholtshátíð 18.-20. júlí 2014 Í fyrra var efnt til pílagrímagöngu um Hreppana og til Skálholts og endað þar á Skálholtshátíð. í ár verður gangan endurtekin og heldur í bætt. Rifjuð verður upp saga Daða Halldórssonar Og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups í Skálholti en eins og kunnugt er fjallaði óperan Ragnheiður um þessa

8. júlí 2014

Skrifstofa SASS verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 14. júlí til og með 4. ágúst. Opnum aftur eftir verslunarmannahelgi þriðjudaginn 5. ágúst

8. júlí 2014

Hér fyrir neðan má sjá tvær töflur. Önnur sýnir beinan kostnað á hvern nemanda eftir landshlutum, hin sýnir nettó útgjöld  grunnskóla hjá sveitarfélögum á Suðurlandi Talnarýnir – töflur  

7. júlí 2014

Alls sóttu 38 manns um starf sveitarstjóra Flóahrepps en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 29. júní. Nýr sveitarstjóri mun taka við starfinu 1. ágúst nk., af Margréti Sigurðardóttur. Sveitarfélagið er 290 km² að stærð og búa 640 manns í því. Eftirtaldir aðilar sóttu um stöðuna: Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur. Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingu Bárður Steinn Róbertsson,

7. júlí 2014

20 umsækjendur er um stöðu sveitarstjóra Ásahrepps en um er að ræða 70% starfsfhlutfall. Ásahreppur er sveitarfélag vestast í Rangárvallasýslu, sem varð til 11. júlí 1892 þegar Holtamannahreppi var skipt í tvennt, í Holtahrepp hið efra og Ásahrepp hið neðra. Ásahreppi sjálfum var skipt  í tvennt í janúar 1936 og varð neðri hlutinn að Djúpárhreppi

4. júlí 2014

Ný stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var kosin á aukaaðalfundi samtakanna á Hótel Selfossi miðvikudaginn 2. júlí. Hana skipa Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps sem var endurkjörinn formaður og Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps er nýr varaformaður samtakanna. Aðrir í nýju stjórninni eru; Páll  Marvin Jónsson Vestmannaeyjum, Sandra Dís Hafþórsdóttir  Árborg , Eggert Valur Guðmundsson

30. júní 2014

Almennt má segja að jákvæð þróun síðustu ára í fjármálum sveitarfélaga hafi  haldið áfram á árinu 2013. Afkoma sveitarfélaga batnar í heildina tekið og fjárhagslegur styrkur þeirra fer vaxandi. Þetta kemur m.a. fram í 5. tbl. Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs sambandsins sem nú er komið út. Að þessu sinni er fjallað um ársreikninga sveitarfélaga árið