Skrifstofa SASS verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 14. júlí til og með 4. ágúst. Opnum aftur eftir verslunarmannahelgi þriðjudaginn 5. ágúst
Hér fyrir neðan má sjá tvær töflur. Önnur sýnir beinan kostnað á hvern nemanda eftir landshlutum, hin sýnir nettó útgjöld grunnskóla hjá sveitarfélögum á Suðurlandi Talnarýnir – töflur
Alls sóttu 38 manns um starf sveitarstjóra Flóahrepps en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 29. júní. Nýr sveitarstjóri mun taka við starfinu 1. ágúst nk., af Margréti Sigurðardóttur. Sveitarfélagið er 290 km² að stærð og búa 640 manns í því. Eftirtaldir aðilar sóttu um stöðuna: Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur. Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingu Bárður Steinn Róbertsson,
20 umsækjendur er um stöðu sveitarstjóra Ásahrepps en um er að ræða 70% starfsfhlutfall. Ásahreppur er sveitarfélag vestast í Rangárvallasýslu, sem varð til 11. júlí 1892 þegar Holtamannahreppi var skipt í tvennt, í Holtahrepp hið efra og Ásahrepp hið neðra. Ásahreppi sjálfum var skipt í tvennt í janúar 1936 og varð neðri hlutinn að Djúpárhreppi
Ný stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var kosin á aukaaðalfundi samtakanna á Hótel Selfossi miðvikudaginn 2. júlí. Hana skipa Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps sem var endurkjörinn formaður og Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps er nýr varaformaður samtakanna. Aðrir í nýju stjórninni eru; Páll Marvin Jónsson Vestmannaeyjum, Sandra Dís Hafþórsdóttir Árborg , Eggert Valur Guðmundsson
Almennt má segja að jákvæð þróun síðustu ára í fjármálum sveitarfélaga hafi haldið áfram á árinu 2013. Afkoma sveitarfélaga batnar í heildina tekið og fjárhagslegur styrkur þeirra fer vaxandi. Þetta kemur m.a. fram í 5. tbl. Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs sambandsins sem nú er komið út. Að þessu sinni er fjallað um ársreikninga sveitarfélaga árið
Útsvarstekjur á hvern íbúa sveitarfélaganna á Suðurlandi sveiflast mjög mikið á milli áranna 2002-2012, en eru mismiklar eftir sveitarfélögum. Vestmannaeyjar, Hornafjörður og Sveitarfélagið Ölfus, standa upp úr allt tímabilið, sérstaklega þó Vestmannaeyjar og Hornafjörður, sem rekja má til góðæris í uppsjávarafla og vinnslu. Þessar sveiflur endurspegla þann veruleika sem stjórnendur sveitarfélaga standa frammi fyrir. Því
„Blóm í bæ“ – stórsýning græna geirans í Hveragerði um helgina Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ verður haldin í fimmta sinn í Hveragerði dagana 27. til 30. júní eftir mikla velgengni síðastliðinna ára. Tugir þúsunda hafa sótt hátíðina heim, veðrið hefur ávallt leikið við Hvergerðinga og gestir hátíðarinnar, sem hafa því notið fjölbreyttrar sýningar
Komið hefur fram hugmynd í Háskóla Íslands um að flytja starfsemi Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði til Reykjavíkur. Á stjórnarfundi SASS sem haldinn var í Vestmannaeyjum 4. Júní sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: ,,Stjórn SASS skorar á innaríkisráðuneytið og Alþingi að hækka framlag til Rannsóknarmiðstöðvarinnar á næstu fjárlögum til samræmis við upphafleg framlög til miðstöðvarinnar. Rannsóknarmiðstöðin gegnir
Við hjá SASS ætlum að byrja með nýjan dálk hér til vinstri á síðunni, „Talnarýnir“ þar munum við setja inn ýmsar tölulegar upplýsingar sem tengjast Suðurlandi, m.a. fylgjast með þróun ýmissa málaflokka milli ára.