Útsvarstekjur á hvern íbúa sveitarfélaganna á Suðurlandi sveiflast mjög mikið á milli áranna 2002-2012, en eru mismiklar eftir sveitarfélögum. Vestmannaeyjar, Hornafjörður og Sveitarfélagið Ölfus, standa upp úr allt tímabilið, sérstaklega þó Vestmannaeyjar og Hornafjörður, sem rekja má til góðæris í uppsjávarafla og vinnslu. Þessar sveiflur endurspegla þann veruleika sem stjórnendur sveitarfélaga standa frammi fyrir. Því
„Blóm í bæ“ – stórsýning græna geirans í Hveragerði um helgina Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ verður haldin í fimmta sinn í Hveragerði dagana 27. til 30. júní eftir mikla velgengni síðastliðinna ára. Tugir þúsunda hafa sótt hátíðina heim, veðrið hefur ávallt leikið við Hvergerðinga og gestir hátíðarinnar, sem hafa því notið fjölbreyttrar sýningar
Komið hefur fram hugmynd í Háskóla Íslands um að flytja starfsemi Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði til Reykjavíkur. Á stjórnarfundi SASS sem haldinn var í Vestmannaeyjum 4. Júní sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: ,,Stjórn SASS skorar á innaríkisráðuneytið og Alþingi að hækka framlag til Rannsóknarmiðstöðvarinnar á næstu fjárlögum til samræmis við upphafleg framlög til miðstöðvarinnar. Rannsóknarmiðstöðin gegnir
Við hjá SASS ætlum að byrja með nýjan dálk hér til vinstri á síðunni, „Talnarýnir“ þar munum við setja inn ýmsar tölulegar upplýsingar sem tengjast Suðurlandi, m.a. fylgjast með þróun ýmissa málaflokka milli ára.
Humarhátíðin á Höfn í Hornafirði fer fram um næstu helgi, dagana 26. -29. júní. Dagskráin er viðamikil og má sjá hana í heild sinni hér að neðan. Hér er dagskrá Humarhátíðarinnar
Grunnskólum á Suðurlandi hefur fækkað um 16 á ellefu árum skv. Hagstofu Íslands. Samfelld fækkun nemenda hefur verið frá árinu 2003, þá voru nemendur 4.137. Árið 2012 var nemendafjöldi kominn í 3.599. Næstmesta fækkun nemenda var á milli áranna 2008 og 2009, 112 sem er 2,85% og mesta fækkun á milli áranna 2010 og 2011
Á bæjarstjórnarfundi í Sveitarfélaginu Hornafirði 18. júní var Björn Ingi Jónsson kosin nýr bæjarstjóri sveitarfélagsins. Björn Ingi er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í meirihlutasamstarfi við 3. Framboðið, hann hefur seti í bæjarstjórn Hornafjarðar í 8 ár. Á fundinum var kosið í nefndir og ráð í bæjarráði sem er skipað þrem fulltrúum allra flokka sitja þrjár
Úthlutun verkefnastyrkja til eflingar menningarlífs á Suðurlandi fer fram í Listasafninu í Hveragerði föstudaginn 20. júní Hér má sjá úthlutun verkefnastyrkja Hér má sjá úthlutun stofn-og rekstrarstyrkja
Hin árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka verður að þessu sinni haldin laugardaginn 21. júní í 15. sinn. Að vanda verða margir dagskrárliðir og þar eiga allir aldurshópar að finna eitthvað við sitt hæfi og eins og alltaf vænta Eyrbekkingar þess að fá sem flesta íbúa Sveitarfélagsins Árborgar til þess að taka þátt í hátíðinni, auk gesta
Í janúar 2014 auglýsti Menningarráð Suðurlands eftir umsóknum um verkefnastyrki til eflingar menningarlífs á Suðurlandi. Alls bárust ráðinu 176 umsóknir og var sótt um u.þ.b. 80 milljónir kr. samtals. Á fundi ráðsins sem haldinn var 9. júní var samþykkt að veita 110 verkefnum styrki, samtals 26,6 milljónir kr. Úthlutunarhátíð verður haldin í Listasafn Árnesinga í