fbpx

Fréttir

8. maí 2014

Sveitarfélagið Árborg hefur keypt tvöhundruð hektara land í kringum jörðina Laugardæli í Flóahreppi. Landið er keypt á  288 milljónir króna af Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Svæðið verður framtíðar útivistar og atvinnusvæði Selfyssinga. Skrifað var undir kaupsamninginn í Golfskálanum á Selfossi þriðjudaginn 7. maí en með kaupunum er land golfvallarins tryggt, sem framtíðarsvæði til uppbyggingar. Nýju landið,

8. maí 2014

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 50  styrkjum að  upphæð 244.484.625 krónur til ferðamálaverkefna víðsvegar um landið. Fjöldi styrkja kom á Suðurland, eða sem nemur tæplega 171 milljón króna. Hér að neðan má sjá upplýsingar um þau verkefni sem hluti styrki. Flóahreppur – Urriðafoss, kr. 1.500.000 styrkur til stækkunar bílaplans og lagningar göngustíga. Markmið styrkveitingar er að

4. apríl 2014

Leyndardómar Suðurlands, kynningarátaki Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga lýkur um helgina með fjölbreyttum viðburðum um allt Suðurland. Átakið, sem hófst föstudaginn 28. mars hefur tekist frábærlega. Boðið hefur verið upp á um 200 viðburði um allan fjórðunginn og hefur þátttakan yfirleitt verið mjög góð. Nýting á fríum Strætó hefur verið sérstaklega góð enda fer brosið varla af

3. apríl 2014

Á undanförnum misserum hafa orðið verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum á Suðurlandi.  Vegna efnahagshrunsins haustið 2008 og afleiðinga þess hafa margir íbúðareigendur misst eignir sínar til lánastofnana. Fjölmargar íbúðir standa auðar en tæplega helmingur þeirra eru leigður út.  Á sama tíma virðist víða vera  skortur á íbúðarhúsnæði sérstaklega leiguhúsnæði. Til að fá betri yfirsýn um vandann

27. mars 2014

Þeir fjölbreyttu og skemmtilegu viðburðir sem verða á Leyndardómum Suðurlands hafa nú verið settir í tímaröð til að auðvelda þátttakendum að sjá hvaða viðburðir eru í gangi á hverjum degi þessa 10 daga, sem hátíðin stendur yfir. Hægt er að sjá viðburðina hér

25. mars 2014

Föstudaginn 28. mars k. 14:00 hefst kynningarátakið Leyndardómar Suðurlands þegar ráðherrar Suðurkjördæmis, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga mæta við Litlu Kaffistofuna og klippa á borða og opna þar með 10 daga hátíð á Suðurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, sem standa að átakinu bjóða frítt í Strætó

19. mars 2014

Nú í vikunni fer ný glæsileg heimasíða í loftið á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga með léninu www.sudurland.is Síðan er hugsuð fyrir okkur heimafólkið á Suðurlandi, þar sem við getum nálgast víðtækar upplýsingar um landshlutann okkar og að sjálfsögðu er hún líka fyrir aðra landsmenn. Þannig verður hún sameiginlegt andlit landshlutans út á við og inn

11. mars 2014

South Iceland will reveal its mysteries from the 28th of March until the 6th of April.  The area will be filled with life as tourism service providers, food producers, restaurants, hotels, museums and exhibitions, organisations, municipalities and the inhabitants of South Iceland will participate in the magnificent event. The event is called „ Leyndardómar Suðurlands“

10. mars 2014

Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í.  Átakið kallast „Leyndadómar Suðurlands“ og mun standa yfir frá föstudeginum 28. mars til sunnudagsins 6. apríl nk. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands, sem standa fyrir verkefninu. Ráðherrar