Aðalfundur Kvenfélags Hrunamannahrepps haldinn 31. mars 2014, lýsir yfir áhyggjum af stöðu öldrunarmála á Suðurlandi nú þegar biðlistar eftir hjúkrunarrými lengjast og lengjast um allt land. Fundurinn telur ekki forsvaranlegt að aldraðir þurfi að flytjast úr sínu byggðarlagi til dvalar á hjúkrunarrýmum í öðrum byggðarlögum, fjarri fjölskyldu og vinum. Fundurinn kallar eftir stefnumörkun um uppbyggingu
Á stjórnarfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) þriðjudaginn 13. maí var m.a. fjallað um hjúkrunarrými á Suðurlandi og stöðuna í málaflokknum. Unnur Þormóðsdóttir, stjórnarmaður hjá SASS, bæjarfulltrúi í Hveragerði og formaður vistunarmatsnefndar á Suðurlandi gerði grein fyrir biðlistum eftir hjúkrunar- og hvíldarrýmum. Í máli hennar koma fram að Í heilbrigðisumdæmi Suðurlands eru 23 einstaklingar á biðlista
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verða þá kjörnir fulltrúar til setu í sveitarstjórnum um allt land. Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum farið minnkandi. Kosningaþátttaka í kosningum 2010 var sú lægsta í 40 ár eða 73,5% og lækkaði um 5,2 %-stig frá kosningunum 2006. Á tímabilinu 1970 til 2010 var kosningaþátttaka mest
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hafa óskað eftir þátttöku sveitarfélaga í verkefninu Hjólreiðaferðamennska á Suðurlandi og jafnframt er óskað eftir upplýsingum um skráðar hjólaleiðir í sveitarfélaginu. Markmið verkefnisins er að til verði samræmdar upplýsingar yfir hjólaleiðir, sem nota megi til kynningar opinberlega s.s. með kortaútgáfu, af ferðamála- eða markaðs- og kynningarfulltrúum, hagsmunaaðilum eða öðrum við markaðssetningu
Sveitarfélagið Árborg hefur keypt tvöhundruð hektara land í kringum jörðina Laugardæli í Flóahreppi. Landið er keypt á 288 milljónir króna af Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Svæðið verður framtíðar útivistar og atvinnusvæði Selfyssinga. Skrifað var undir kaupsamninginn í Golfskálanum á Selfossi þriðjudaginn 7. maí en með kaupunum er land golfvallarins tryggt, sem framtíðarsvæði til uppbyggingar. Nýju landið,
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 50 styrkjum að upphæð 244.484.625 krónur til ferðamálaverkefna víðsvegar um landið. Fjöldi styrkja kom á Suðurland, eða sem nemur tæplega 171 milljón króna. Hér að neðan má sjá upplýsingar um þau verkefni sem hluti styrki. Flóahreppur – Urriðafoss, kr. 1.500.000 styrkur til stækkunar bílaplans og lagningar göngustíga. Markmið styrkveitingar er að
Leyndardómar Suðurlands, kynningarátaki Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga lýkur um helgina með fjölbreyttum viðburðum um allt Suðurland. Átakið, sem hófst föstudaginn 28. mars hefur tekist frábærlega. Boðið hefur verið upp á um 200 viðburði um allan fjórðunginn og hefur þátttakan yfirleitt verið mjög góð. Nýting á fríum Strætó hefur verið sérstaklega góð enda fer brosið varla af
Á undanförnum misserum hafa orðið verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum á Suðurlandi. Vegna efnahagshrunsins haustið 2008 og afleiðinga þess hafa margir íbúðareigendur misst eignir sínar til lánastofnana. Fjölmargar íbúðir standa auðar en tæplega helmingur þeirra eru leigður út. Á sama tíma virðist víða vera skortur á íbúðarhúsnæði sérstaklega leiguhúsnæði. Til að fá betri yfirsýn um vandann
Þeir fjölbreyttu og skemmtilegu viðburðir sem verða á Leyndardómum Suðurlands hafa nú verið settir í tímaröð til að auðvelda þátttakendum að sjá hvaða viðburðir eru í gangi á hverjum degi þessa 10 daga, sem hátíðin stendur yfir. Hægt er að sjá viðburðina hér
Föstudaginn 28. mars k. 14:00 hefst kynningarátakið Leyndardómar Suðurlands þegar ráðherrar Suðurkjördæmis, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga mæta við Litlu Kaffistofuna og klippa á borða og opna þar með 10 daga hátíð á Suðurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, sem standa að átakinu bjóða frítt í Strætó