Sumaráætlun Strætó fyrir Suðurland tekur gildi sunnudaginn 19. maí og gildir til 14. september 2013. Hér má sjá sumaráætlunina.
Alls bárust 89 umsóknir um styrk til atvinnuþróunar og nýsköpunar til SASS en umsóknarfrestur rann út 6. maí sl. Miðað er við að 30 milljónum króna verði úthlutað að þessu sinni. Umsóknirnar voru mjög fjölbreytilegar og ljóst að úr vöndu verður að ráða þegar valið verður úr umsóknunum. Stefnt er að því þeirri vinnu ljúki
SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga kynnir starfsemi sína á fundum á Suðurlandi á næstu vikum. Kynnt verður þjónusta sem SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og félagasamtökum. Einnig verður kynnt næsta styrkúthlutun SASS sem auglýst verður nú í apríl. Fundarstaðir og tími: 15. apríl Flúðir – Hótel Flúðir súpufundur kl. 12:00 – 13:00 16. apríl Selfoss
Á föstudaginn s.l. var undirritaður samningur milli SASS (Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga) og ríkis um fjárframlag til landshlutans á grundvelli Sóknaráætlunar Suðurlands. Undirritun samningsins fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík að viðstöddum forsætisráðherra Íslands, innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem jafnframt skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins. Sóknaráætlun Suðurlands er stefnumarkandi skjal á sviði atvinnu-, menningar- og menntamála
Strætó hefur verið vel tekið á Suðurlandi eins og sést í farþegatalningum, en árið 2012 voru farþegar Strætó á Suðurlandi 182.920 talsins. Þetta er gríðarlega aukning frá því að Strætó hóf akstur á Suðurlandi árið 2009, en þá var gert ráð fyrir að farþegar yrðu um 45.000 á ári. Farþegafjöldinn hefur því margfaldast á þessum
Sveitarfélagið Hornafjörður efnir til ráðstefnu um orkumál á Hótel Hornafirði 28. febrúar kl. 15:00 til 18:30 Ákveðið hefur verið að streyma ráðstefnu um orkumál á Hornafirði á eftirfarandi slóð: http://www.rikivatnajokuls.is/utsending Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér
Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun kynna nýja skipulagsreglugerð á Hellu, safnaðarheimili Oddakirkju, Dynskógum 8 mánudaginn 4. mars kl. 10-12. Á fundinum munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og ráðuneytisins gera grein fyrir nýrri skipulagsreglugerð og svara fyrirspurnum. Gert er ráð fyrir tveggja klukkustunda fundi fyrir kynningu og umræður og er fundurinn öllum opinn.
Laugalandsskóli í Holtum hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2012 fyrir framúrskarandi kennslu í framsögn og framkomu og árangur í lestrarkeppnum undanfarinna ára. Forseti Íslands afhenti verðlaunin í tengslum við hátíðarfund Fræðslunets Suðurlands í janúar sl. Á fundinum voru einnig afhentir styrkir vísindasjóðs Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands
Ríksstjórnin hélt fund á Hótel Selfossi sl. föstudag. Í kjölfar ríkisstjórnarfundarins hélt ríkisstjórnin fund með fulltrúum allra sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi þar sem rætt var um málefni þeirra. Að loknum þeim fundi var skrifað undir ýmsa samninga sem varðar verkefni sem eru framundan á Suðurlandi. Föstudaginn 25. janúar var skrifað undir samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við
Ríkisstjórnin heldur reglulegan ríkisstjórnarfund á Selfossi á morgun, föstudag, 25. janúar. Fundurinn hefst kl. 09:00 á Hótel Selfossi. Rædd verða hefðbundin málefni en auk þess verkefni sem sérstaklega tengjast Suðurlandi. Að loknum ríkisstjórnarfundi verður haldinn hádegisverðarfundur með sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi þar sem skipst verður á skoðunum og fyrirspurnum svarað. Blaðamannafundur verður haldinn á Hótel Selfossi