Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun kynna nýja skipulagsreglugerð á Hellu, safnaðarheimili Oddakirkju, Dynskógum 8 mánudaginn 4. mars kl. 10-12. Á fundinum munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og ráðuneytisins gera grein fyrir nýrri skipulagsreglugerð og svara fyrirspurnum. Gert er ráð fyrir tveggja klukkustunda fundi fyrir kynningu og umræður og er fundurinn öllum opinn.
Laugalandsskóli í Holtum hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2012 fyrir framúrskarandi kennslu í framsögn og framkomu og árangur í lestrarkeppnum undanfarinna ára. Forseti Íslands afhenti verðlaunin í tengslum við hátíðarfund Fræðslunets Suðurlands í janúar sl. Á fundinum voru einnig afhentir styrkir vísindasjóðs Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands
Ríksstjórnin hélt fund á Hótel Selfossi sl. föstudag. Í kjölfar ríkisstjórnarfundarins hélt ríkisstjórnin fund með fulltrúum allra sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi þar sem rætt var um málefni þeirra. Að loknum þeim fundi var skrifað undir ýmsa samninga sem varðar verkefni sem eru framundan á Suðurlandi. Föstudaginn 25. janúar var skrifað undir samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við
Ríkisstjórnin heldur reglulegan ríkisstjórnarfund á Selfossi á morgun, föstudag, 25. janúar. Fundurinn hefst kl. 09:00 á Hótel Selfossi. Rædd verða hefðbundin málefni en auk þess verkefni sem sérstaklega tengjast Suðurlandi. Að loknum ríkisstjórnarfundi verður haldinn hádegisverðarfundur með sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi þar sem skipst verður á skoðunum og fyrirspurnum svarað. Blaðamannafundur verður haldinn á Hótel Selfossi
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sameinuðust undir merkjum SASS á aukaaðalfundi þann 14. desember 2012. Sameiningin tók gildi þann 1. janúar. Í desember var auglýst eftir umsóknum í störf atvinnuráðgjafa og verkefnastjóra, á Höfn og á Selfossi. Alls bárust 24 umsóknir í störfin og er stefnt að því að ganga frá ráðningum í
Nú um áramótin sameinaðist starfsemi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands undir nafni samtakanna og atvinnuþróunarfélagið lagt niður sem sérstök stofnun. Sameiningin er í samræmi við aðalfundarsamþykktir beggja stofnananna frá 18. og 19. október sl. Ekki verða neinar eðlisbreytingar á starfseminni við þessi skipti og geta því fyrirtæki og einstaklingar leitað til SASS um ráðgjöf
Föstudaginn 14. desember sl. var aukaaðalfundur SASS haldinn á Hótel Selfoss. Erindi og fundargerðir má sjá hér til vinstri á síðunni.
Verkefnisstjórar/ráðgjafar á sviði atvinnu- og byggðaþróunar Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða tvo verkefnastjóra/ráðgjafa. Annar ráðgjafinn verður með starfsstöð á Hornafirði en hinn á Selfossi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verða sameinuð um nk. áramót til þess að að takast á við aukin verkefni landshlutasamtakanna í framtíðinni. Starfssvæði samtakanna nær frá Ölfusi
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í fimmta sinn nú í vetur. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög
Sóknaráætlanir landshluta – 400 milljónir til sveitarfélaga Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti 27. nóvember, úthlutun 400 milljóna króna í sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2013. Fjármagninu var deilt á átta landshluta og er þeim ætlað að ákvarða á grundvelli sóknaráætlana hvernig fjármagninu verður varið. Um er að ræða fé sem ætlað er að fullreyna það skipulag