fbpx

Fréttir

17. maí 2013

SASS hefur opnað starfsstöð á Hvolsvelli. Starfsstöð SASS mun vera að Ormsvöllum 1, Hvolsvelli, í sama húsnæði og skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins hefur aðsetur. Þjónusta SASS við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í landshlutanum snýr að ráðgjöf og styrkveitingum á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála. Á því sviði starfa einstaklingar sem hafa aðsetur á Höfn, í

16. maí 2013

Styrkjum Menningarráðs Suðurlands var úthlutað á Hellu 7. maí sl.  Um 46 milljónum króna var úthlutað,  umsóknir hafa aldrei verið fleiri en nú. Hæsta verkefnastyrkinn hlaut Listasafn Árnesinga í Hveragerði, eina og hálfa milljón króna. Þrjú verkefni hlutu eina milljón króna styrki, heimildarmynd um Heimaeyjargosið 1973 „Útlendingur heima – uppgjör við eldgos“, opinber flutningur óperunnar

10. maí 2013

Alls bárust 89 umsóknir um styrk til atvinnuþróunar og nýsköpunar  til SASS en umsóknarfrestur rann út 6. maí sl.  Miðað er við að 30 milljónum króna verði úthlutað að þessu sinni.  Umsóknirnar voru mjög fjölbreytilegar og ljóst að úr vöndu verður að ráða þegar valið verður úr umsóknunum.  Stefnt er að því  þeirri vinnu ljúki

2. apríl 2013

SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga kynnir starfsemi sína á fundum á Suðurlandi á næstu vikum. Kynnt verður þjónusta sem SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og félagasamtökum. Einnig verður kynnt næsta styrkúthlutun SASS sem auglýst verður nú í apríl. Fundarstaðir og tími: 15. apríl Flúðir – Hótel Flúðir súpufundur kl. 12:00 – 13:00 16. apríl Selfoss

25. mars 2013

Á föstudaginn s.l. var undirritaður samningur milli SASS (Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga) og ríkis um fjárframlag til landshlutans á grundvelli Sóknaráætlunar Suðurlands. Undirritun samningsins fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík að viðstöddum forsætisráðherra Íslands, innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem jafnframt skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins. Sóknaráætlun Suðurlands er stefnumarkandi skjal á sviði atvinnu-, menningar- og menntamála

14. mars 2013

Strætó hefur verið vel tekið á Suðurlandi eins og sést í farþegatalningum, en árið 2012 voru farþegar Strætó á Suðurlandi 182.920 talsins. Þetta er gríðarlega aukning frá því að Strætó hóf akstur á Suðurlandi árið 2009, en þá var gert ráð fyrir að farþegar yrðu um 45.000 á ári. Farþegafjöldinn hefur því margfaldast á þessum

28. febrúar 2013

Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun kynna nýja skipulagsreglugerð á Hellu, safnaðarheimili Oddakirkju, Dynskógum 8 mánudaginn 4. mars kl. 10-12. Á fundinum munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og ráðuneytisins gera grein fyrir nýrri skipulagsreglugerð og svara fyrirspurnum. Gert er ráð fyrir tveggja klukkustunda fundi  fyrir kynningu og umræður og er fundurinn öllum opinn.    

12. febrúar 2013

Laugalandsskóli í Holtum hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2012 fyrir framúrskarandi kennslu í framsögn og framkomu og árangur í lestrarkeppnum undanfarinna ára. Forseti Íslands afhenti verðlaunin í tengslum við hátíðarfund Fræðslunets Suðurlands í janúar sl. Á fundinum voru einnig afhentir styrkir vísindasjóðs Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands