Ríksstjórnin hélt fund á Hótel Selfossi sl. föstudag. Í kjölfar ríkisstjórnarfundarins hélt ríkisstjórnin fund með fulltrúum allra sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi þar sem rætt var um málefni þeirra. Að loknum þeim fundi var skrifað undir ýmsa samninga sem varðar verkefni sem eru framundan á Suðurlandi. Föstudaginn 25. janúar var skrifað undir samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við
Ríkisstjórnin heldur reglulegan ríkisstjórnarfund á Selfossi á morgun, föstudag, 25. janúar. Fundurinn hefst kl. 09:00 á Hótel Selfossi. Rædd verða hefðbundin málefni en auk þess verkefni sem sérstaklega tengjast Suðurlandi. Að loknum ríkisstjórnarfundi verður haldinn hádegisverðarfundur með sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi þar sem skipst verður á skoðunum og fyrirspurnum svarað. Blaðamannafundur verður haldinn á Hótel Selfossi
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sameinuðust undir merkjum SASS á aukaaðalfundi þann 14. desember 2012. Sameiningin tók gildi þann 1. janúar. Í desember var auglýst eftir umsóknum í störf atvinnuráðgjafa og verkefnastjóra, á Höfn og á Selfossi. Alls bárust 24 umsóknir í störfin og er stefnt að því að ganga frá ráðningum í
Nú um áramótin sameinaðist starfsemi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands undir nafni samtakanna og atvinnuþróunarfélagið lagt niður sem sérstök stofnun. Sameiningin er í samræmi við aðalfundarsamþykktir beggja stofnananna frá 18. og 19. október sl. Ekki verða neinar eðlisbreytingar á starfseminni við þessi skipti og geta því fyrirtæki og einstaklingar leitað til SASS um ráðgjöf
Föstudaginn 14. desember sl. var aukaaðalfundur SASS haldinn á Hótel Selfoss. Erindi og fundargerðir má sjá hér til vinstri á síðunni.
Verkefnisstjórar/ráðgjafar á sviði atvinnu- og byggðaþróunar Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða tvo verkefnastjóra/ráðgjafa. Annar ráðgjafinn verður með starfsstöð á Hornafirði en hinn á Selfossi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verða sameinuð um nk. áramót til þess að að takast á við aukin verkefni landshlutasamtakanna í framtíðinni. Starfssvæði samtakanna nær frá Ölfusi
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í fimmta sinn nú í vetur. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög
Sóknaráætlanir landshluta – 400 milljónir til sveitarfélaga Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti 27. nóvember, úthlutun 400 milljóna króna í sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2013. Fjármagninu var deilt á átta landshluta og er þeim ætlað að ákvarða á grundvelli sóknaráætlana hvernig fjármagninu verður varið. Um er að ræða fé sem ætlað er að fullreyna það skipulag
Í sambandi við stefnumótunarvinnu í menningarmálum á Suðurlandi er netkönnun um menningarmál í gangi sem allir eru hvattir til að svara. Netkönnunina er hægt að svara hér: netkönnun Vinsamlega takið nokkrar mínútur til að svara spurningunum til að auðvelda okkur vinnuna. Frestur til að svara spurningum er til 30. nóvember 2012.
Helgina 1. – 4. nóvember nk. verður haldin Safnahelgi á Suðurlandi, allsherjar menningar-og matarveisla fyrir börn og fullorðna. Má þar nefna flóamarkað og lambhrútasýningu á Flúðum, safnarasýning í Brautarholti, smalahundasýning á Kirkjubæjarklaustri , matur að asískri fyrirmynd á hlaðborði í Hörgslandi, heilgrillað lamb í Meðallandi, blústónleikar í Tré og list, sveitamarkaður á Hvolsvelli, jazz í Café