fbpx

Fréttir

25. maí 2012

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Stefan Fuhle ásamt fríðu föruneyti heimsótti Suðurland í gær. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga tók á móti hópnum í Tryggvaskála þar sem Steingerður Hreinsdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, Sigurður Sigursveinsson frá Háskólafélagi Suðurlands og Davíð Samúelsson frá Markaðsstofu Suðurlands, héldu erindi um svæðið.

15. maí 2012

Undanfarið hafa Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)  og Fjölbrautaskóli Suðurlands verið að kanna möguleika á því að samnýta núverandi almenningssamgöngur á Suðurlandi, sem eru í umsjá SASS, og skólaakstur fyrir FSu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að slík samnýting væri hagstæð fyrir báða aðila og myndi skila sér bæði í bættum almenningssamgöngum og betri þjónustu fyrir

2. maí 2012

(styrkir sem Alþingi veitti áður) Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveitingarnar miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 13. maí 2012 Umsóknareyðublað og úthlutunarreglur er að finna á heimasíðu Menningarráðs Suðurlands www.sunnanmenning.is Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi Suðurlands Dorothee Lubecki í síma 896-7511 eða

17. apríl 2012

Á fundi stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga , sem haldinn var 13. apríl sl.,  var fjallað um  þá fyrirætlun stjórnvalda að leggja fram  þingsályktunartillögu um  rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem ekki er í samræmi við niðurstöður verkefnisstjórnar rammaáætlunar.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða:  ,,Stjórn SASS lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá stefnu sem ríkisstjórn

21. febrúar 2012

Stefnumótunarfundur um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi  var haldinn í sal Karlakórs Selfoss sl. föstudag 17. febrúar. Fundinn sóttu um 50 manns, aðstandendur, fulltrúar hagsmunasamtaka, sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Á málþinginu  voru haldin tvö inngangserindi. Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent í fötlunarfræðum kynnti  hugmyndafræði og samning  Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og María Kristjánsdóttir formaður

14. febrúar 2012

Stjórn þjónustusvæðis og þjónusturáð um  málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi mun halda málþing föstudaginn 17. febrúar frá kl 10-14 í sal Karlakórs Selfoss að Eyravegi 67.  Á málþinginu mun Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent í föltunarfræðum kynna  hugmyndafræði og samning  Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og María Kristjánsdóttir formaður þjónusturáð mun fara yfir stöðu málaflokksins

7. febrúar 2012

Frá og með 12. febrúar verða gerðar nokkrar breytingar á akstri Strætó bs. á Suðurlandi. M.a. verður bætt við hádegisferð frá Reykjavík á Selfoss og til baka til Reykjavíkur, tekinn upp akstur í Reykholt og bætt við ferð frá Vík til Hafnar á þriðjudögum. Nú þegar komin er rúmlega mánaðarreynsla á Suðurlandsaksturinn hefur fjöldi ábendinga

3. febrúar 2012

Stefnumótunarfundur um málefni fatlaðra á Suðurlandi verður haldinn í sal Karlakórs Selfoss, Eyrarvegi 67,  föstudaginn 17. febrúar nk.  kl. 10.00 til 14.00 skv.   Fundurinn er ætlaður sveitarstjórnarfólki, starfsmönnum sem vinna að málefnum fatlaðra, aðstandandum og notendum þjónustunnar og öðru áhugafólki.  Óskað er eftir að þátttakendur skrái sig á þessari slóð  hér (Munið að ýta

25. janúar 2012

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti menntaverðlaun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga  (SASS)  fyrir árið 2011 á hátíðarfundi Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands í gær í hátíðarsal í Fjölbrautaskóla Suðurlands.  Verðlaunin að þessu sinn hlaut Grunnskólinn í Þorlákshöfn  og tók Halldór Sigurðsson  skólastjóri við verðlaununum fyrir hönd skólans.  Þetta var í fjórða sinn, sem verðlaunin eru afhent