fbpx

Fréttir

10. maí 2011

Atvinnu-og orkamálaráðstefnan sem haldin var sl. föstudag heppnaðist með ágætum. Frábærir fyrirlesarar þarna á ferð með mjög áhugaverð erindi. Nauðsynlegt að hittast og bera saman bækur sínar og læra af hvort öðru. Fyrirlestrunum var skipt niður í orkumál, ferðaþjónustu, skapandi greinar, matvæli og tækifæri. Hér fyrir neðan má sjá fyrirlestrana. Orkumál: Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar

9. mars 2011

Menntaþingið á vegum SASS er haldið var í Gunnarsholti 4. mars sl. heppnaðist ákaflega vel og voru þátttakendur um 80 talsins. Var það mál manna að slíkt þing væri þarfaþing og öllum til gagns og ánægju. Aðstaðan og móttökur í Gunnarsholti voru sérstaklega góðar og gaman að kynnast starfseminni sem þar fer fram. Á tækjastikunni

15. febrúar 2011

Dorothee Lubecki, Menningarfulltrúi Suðurlands, verður til viðtals í uppsveitum Árnessýslu sem hér segir: Mánudaginn 7. mars kl. 14:00-16:00 í  Bláskógabyggð. Fimmtudaginn 10. mars kl. 11:00-13:00 Vík í Mýrdal Föstudaginn 11. mars kl. 11:00-13:00 Bókasafnið í Ölfusi, Þorlákshöfn Mánudaginn 14. mars kl. 11:00-13:00 í Grímsnes-og Grafningshreppi Þriðjudaginn 15. mars kl. 9:30-11:30 í Hrunamannahreppi Þriðjudaginn 15. mars

3. febrúar 2011

Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í. Menningarráð Suðurlands hefur ákveðið að árið 2011 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

17. janúar 2011

Menntamálanefnd SASS samþykkti á fundi 4. janúar sl. að Fjölbrautaskóli Suðurlands hlyti Menntaverðlaun Suðurlands árið 2010 fyrir verkefnið "Skólinn í okkar höndum". Tilnefningin beinist að fjórum verkefnum sem eru samtvinnuð: Olweusar-áætlunin gegn einelti, bættur skólabragur, dagamunur og heilsueflandi framhaldsskóli. Verðlaunin voru afhent á hátíðarfundi Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands 13. janúar. Grunnskólinn Ljósaborg og Sesseljuhús,

29. desember 2010

Föstudaginn 8. janúar nk. verður haldið málþing á Hótel Selfossi um væntanlega tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Þar er fyrirhugað að fjalla um sem flestar hliðar málsins þannig að  nýtist í áframhaldandi undirbúningi að tilfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna á Suðurlandi.  Meðal fyrirlesara verða:  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra, Kristín

17. desember 2010

Stjórn SASS hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna áforma um upptöku veggjalda á Suðurlandsvegi: Vegna frétta og umræðna í fjölmiðlum undanfarna daga um upptöku veggjalda á Suðurlandsvegi og fleiri leiðum í nágrenni Reykjavíkur þá vill stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga koma efirfarandi á framfæri: Á síðasta ári var meðaltalsumferð um Suðurlandsveg á milli Selfoss og

18. nóvember 2010

Á fundi stjórnar SASS, sem haldinn var 12. nóvember sl., voru lagðar fram breytingartillögur sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnananna þriggja á Suðurlandi hafa sent heilbrigðisráðherra og fjárlaganefnd að beiðni heilbrigðisráðuneytisins. Magnús Skúlason  forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sat fundinn og gerði nánari grein  fyrir tillögum HSu. Tillögurnar gera ráð fyrir 130 m.kr niðurskurði í stað 412,5 m.kr. sem gerir

18. nóvember 2010

Stjórn SASS samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum sl. föstudag: ,,Stjórn SASS leggur mikla áherslu á að nýju fangelsi sem fyrirhugað er að reisa verði valinn staður í tengslum við núverandi ríkisfangelsi á Litla-Hrauni.  Áratugahefð er fyrir starfsemi fangelsis á Litla-Hrauni í góðri sátt við samfélagið.  Mikil þekking og reynsla er þar fyrir hendi  auk

11. nóvember 2010

Fréttatilkynning 11.11.2010 Í dag afhentu Sunnlendingar Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra lista með mótmælum íbúa á Suðurlandi gegn áformuðum niðurskurði á fjárframlögum til heilbrigðisþjónustunnar á Suðurlandi.  Við sama tækifæri voru ráðherra einnig afhentir undirskriftalistar úr fleiri heilbrigðisumdæmum.  Alls skrifaði10.071 íbúi nafn sitt á mótmælalistana á Suðurlandi sem jafngildir því að liðlega helmingur kosningabærra manna í heilbrigðisumdæmi Suðurlands