Katla jarðvangur, sem nær yfir sveitarfélögin Skaftárhrepp, Mýrdalshrepp og Rangárþing eystra, var formlega samþykktur inn í European Geoparks Network og UNESCO Global Geoparks Network á ársfundi evrópsku samtakanna 16. – 19. september 2011 í Langesund í Noregi. Umsóknin þótti sérlega vel unnin og var hún einróma samþykkt af inntökunefndinni. “Það vakti athygli á þessum ársfundi
Í kjölfar samnings SASS og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var 26. júlí sl. hefur verið unnið að undirbúningi og skipulagi almenningssamgangana frá og með næstu áramótum þegar sveitarfélögin taka verkefnið að sér.Nýtt leiðaskipulag liggur fyrir og nýlega var auglýst útboð á akstrinum og þurfa tilboðsgjafar að senda inn tilboð
26. júlí sl. undirrituðu Elfa Dögg Þórðardóttir formaður SASS og Hreinn Haraldsson vegamálstjóri samning á milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins. Með samningnum taka samtökin að sér að skipuleggja og tryggja almenningssamgöngur og fólksflutninga á svæðinu frá Ölfusi í vestri til Hornafjarðar í austri. Samningurinn tekur gildi um
Atvinnu-og orkamálaráðstefnan sem haldin var sl. föstudag heppnaðist með ágætum. Frábærir fyrirlesarar þarna á ferð með mjög áhugaverð erindi. Nauðsynlegt að hittast og bera saman bækur sínar og læra af hvort öðru. Fyrirlestrunum var skipt niður í orkumál, ferðaþjónustu, skapandi greinar, matvæli og tækifæri. Hér fyrir neðan má sjá fyrirlestrana. Orkumál: Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar
Menntaþingið á vegum SASS er haldið var í Gunnarsholti 4. mars sl. heppnaðist ákaflega vel og voru þátttakendur um 80 talsins. Var það mál manna að slíkt þing væri þarfaþing og öllum til gagns og ánægju. Aðstaðan og móttökur í Gunnarsholti voru sérstaklega góðar og gaman að kynnast starfseminni sem þar fer fram. Á tækjastikunni
Dorothee Lubecki, Menningarfulltrúi Suðurlands, verður til viðtals í uppsveitum Árnessýslu sem hér segir: Mánudaginn 7. mars kl. 14:00-16:00 í Bláskógabyggð. Fimmtudaginn 10. mars kl. 11:00-13:00 Vík í Mýrdal Föstudaginn 11. mars kl. 11:00-13:00 Bókasafnið í Ölfusi, Þorlákshöfn Mánudaginn 14. mars kl. 11:00-13:00 í Grímsnes-og Grafningshreppi Þriðjudaginn 15. mars kl. 9:30-11:30 í Hrunamannahreppi Þriðjudaginn 15. mars
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í. Menningarráð Suðurlands hefur ákveðið að árið 2011 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Menntamálanefnd SASS samþykkti á fundi 4. janúar sl. að Fjölbrautaskóli Suðurlands hlyti Menntaverðlaun Suðurlands árið 2010 fyrir verkefnið "Skólinn í okkar höndum". Tilnefningin beinist að fjórum verkefnum sem eru samtvinnuð: Olweusar-áætlunin gegn einelti, bættur skólabragur, dagamunur og heilsueflandi framhaldsskóli. Verðlaunin voru afhent á hátíðarfundi Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands 13. janúar. Grunnskólinn Ljósaborg og Sesseljuhús,
Föstudaginn 8. janúar nk. verður haldið málþing á Hótel Selfossi um væntanlega tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Þar er fyrirhugað að fjalla um sem flestar hliðar málsins þannig að nýtist í áframhaldandi undirbúningi að tilfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna á Suðurlandi. Meðal fyrirlesara verða: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra, Kristín