fbpx

Fréttir

4. maí 2010

Í gær mánudaginn 3. maí var undirritaður Menningarsamningur fyrir 2010 á milli mennta-og menningarmálaráðherra og Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auk þess var úthlutað menningarstyrkjum til liðlega 90 verkefna. Hæsta styrkinn að þessu sinni féll í skaut Friðriks Erlingssonar og Gunnars Þórðarsonar fyrir verkefnið "Ragnheiður"  ný íslensk ópera í fullri lengd. Dagskráin fór fram við hátíðlega athöfn

6. apríl 2010

Miðvikudaginn 7. apríl verða sóknaráætlanir landshluta lagðar fram á opnum fundi í Háskólanum á Akureyri. Forsætisráðherra setur fundinn og í framhaldinu gera fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfélaga grein fyrir niðurstöðum þjóðfunda á viðkomandi sóknarsvæðum og kynna drög að sóknaráætlunum landshlutans. Fundurinn hefst kl. 13:00 og er áætlað að honum ljúki um kl. 16:15

17. mars 2010

Í viðhengi hér fyrir neðan er að finna helstu niðurstöður Þjóðfundarins á Suðurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands halda til haga öllum þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum og vinna nú að undirbúningi Sóknaráætlunar fyrir Suðursvæði. Sóknaráætlunin verður síðan hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland sem áætlað er að leggja fram á Alþingi haustið

9. mars 2010

Verkefnisstjórn 2. áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði boðar til opins kynningarfundar í Skriðu, húsakynnum Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð þriðjudaginn 9. mars kl. 14:00. Þar verða kynntar niðurstöður faghópa verkefnisstjórnar sem metið hafa svæði og virkjunarkosti, hver á síðu sérsviði. Fundurinn verður sendur út á netinu og er

26. febrúar 2010

Þjóðfundur á Suðurlandi, sem hluti af fundarröð Sóknaráætlunar 20/20, verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands, laugardaginn 6. mars frá kl. 11:00 til 18:00. Til fundarins er boðið hópi Sunnlendinga sem valdir eru úr þjóðskrá af handahófi. Auk þess er boðið til fundarins fulltrúum hagsmunaaðila á Suðurlandi. Til að fundurinn nái markmiðum sínum þarf að tryggja ákveðinn

26. febrúar 2010

Um 80 manns sóttu þjóðfund í Fjölbrautaskóla Suðurlands sl. laugardag. Fundurinn tókst í alla staði mjög vel. Hópnum var skipt niður á 9 borð og fóru fram fjörugar umræður og hugmyndirnar streymdu fram. Niðurstöður voru að sama skapi fjölbreyttar og verða þær settar inn hér á vefinn um leið og búið er að vinna úr

16. febrúar 2010

Á fundi stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 12. febrúar sl., var fjallað um þá ákvörðun umhverfisráðherra að synja aðalskipulagi Flóahrepps og aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestingar.   Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða: ,,Stjórn SASS gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu umhverfisráðherra að synja  aðalskipulagi sveitarfélaganna beggja staðfestingar. Sú niðurstaða er ekki í samræmi við stjórnsýslu

15. febrúar 2010

Þrjú verkefni voru tilnefnd til Menntaverðlauna fyrir árið 2009. Skólaskrifstofa Suðurlands fyrir „Bright Start“ vitræna námskrá fyrir ung börn,  auk þess að vera í fararbroddi hvað varðar endurmenntun kennara og skólastjórnenda á Suðurlandi. Laugalandsskóli í Holtum fyrir að vera í fararbroddi hvað varðar nýsköpun og þróun skólastarfs á Suðurlandi. Flúðaskóli í Hrunamannahreppi fyrir verkefnið „Lesið