fbpx

Fréttir

25. september 2009

Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir verður með uppistand í Ráðhúskaffi í kvöld 25. september. Sýninguna kallar hún „Dagbók Önnu Knúts“ í stíl við nöfnu hennar Frank. Þetta er frumsýning þessa einleiks sem tekur um 1 klst. í sýningu Sýningin hefst kl. 21:00 og kostar kr. 1.000.- miðinn. Ráðhúskaffi býður upp á léttan kvöldverð fyrir uppistandið. Borðhald

25. september 2009

Í dag föstudaginn 25. september er merkisdagur í sögu Háskólafélagsins. Félagið stendur fyrir málþingi um rannsóknir á Suðurlandi í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands og í kjölfarið verður nýja háskólasetrið í Glaðheimum formlega tekið í notkun. Nánari dagskrá má sjá http://hfsu.is

23. september 2009

Menningarveislan Regnboginn, verður haldin í Vík í Mýrdal dagana 2.-4. október nk. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá listviðburða og er aðgangur ókeypis. Meðal atriða verða leiklist, tónlist og upplestur. Bítlalögin  í léttri kammersveiflu, Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson með ljúfa tóna. Poppveisla hljómsveita úr Mýrdælnum, kórakeppni, söngvarakeppni og fjölbreytt aðkoma nemenda leikskóla, grunnskóla og

17. september 2009

Ársþing SASS verður haldið á Kirkjubæjarklaustri 1. og 2. nóvember nk.  Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.  Dagskrá þingsins verður kynnt hér á heimasíðunni þegar nær dregur.

17. september 2009

Laugardaginn 19. september er uppskeruhátíð Hrunamanna. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Messa í Hrunakirkju kl. 11:00 Uppskerumarkaður í félagsheimilinu kl. 13:00-17:00 þar sem fjölbreytt úrval verður af glænýjum matvælum úr sveitinni, Einnig handverk heimamanna og ljósmyndasýning Sigurðar Sigmundssonar. Fulltrúar Heilsuþorps á Flúðum og Byggðar á Bríkum kynna hugmyndir um nýja byggð. Kvenfélagið verður með kaffiveitingar.

16. september 2009

Í kvöld er stofnfundur MÁLEFLIS, hagsmunasamtaka í þágu barna með tal-og málþroskaröskun. Fundurinn verður haldinn kl. 20 í fyrirlestrarsalnum Skriðu við Stakkahlíð, fyrrum Kennaraháskóla Íslands (nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands)

11. september 2009

Á fundi stjórnar SASS, sem haldinn var í dag 11. september, var fjallað um ummæli tveggja þingmanna  í garð sveitarstjórnarmanna   á Suðurlandi vegna aðkomu þeirra að skipulagsmálum virkjana sem fyrirhugað er að byggja .  Eftirfarandi bókun var af þessu tilefni samþykkt samhljóða: ,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga harma þau ummæli sem fallið hafa í garð sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi vegna

1. september 2009

Stofnfundur hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun.   Í undirbúningi er stofnun hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal- og málhömlun. Í undirbúnings -hópnum eru 10 manns, þar af 6 af Suðurlandi. Þetta er hópur vaskra foreldra ásamt þremur talmeinafræðingum sem láta sig velferð barna með málþroskaröskun varða og eru

24. ágúst 2009

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun  fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í annað sinn nú í haust. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir,  kennarar; einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög

14. ágúst 2009

Á fundi stjórnar SASS í dag,   14. ágúst, var fjallað um forgangsröðun vegaframkvæmda vegna hugsanlegrar fjármögnunar lífeyrissjóða. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: ,,Stjórn SASS  ítrekar afstöðu samtakanna um nauðsyn tvöföldunar Suðurlandsvegar á milli Selfoss og Reykjavíkur.  Við forgangsröðun framkvæmda í vegagerð hlýtur tvöföldun  Suðurlandsvegar að  vera í fyrsta sæti.  Kemur þar margt til.  Í fyrsta lagi