fbpx

Fréttir

27. desember 2007

Samkvæmt nýútgefnum tölum frá Hagstofunni fjölgaði Sunnlendingum um 561 á síðasta ári eða um 2,45%  og voru samtals 23.478 1. desember sl.  Fjölgunin var umfram landsmeðaltal, en landsmönnum fjölgaði um 1,8%á árinu.  Hlutfallslega var fjölgunin mest í Ásahreppi eða rúm 8% en tölulega var fjölgunin mest í Árborg en þar fjölgaði íbúum um 285 og eru

4. desember 2007

Menningarráð Suðurlands úthlutaði styrkjum  til menningarstarfs á Suðurlandi við  hátíðlega athöfn í Listasafni Árnesinga í Hveragerði sl.sunnudag.   Ávörp fluttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Róbert Marshall aðstoðarmaður samgönguráðherra og  Jóna Sigurbjartsdóttir formaður Menningarráðs Suðurlands.  Styrkina afhentu Þorgerður Katrín og Dorothee Lubecki menningarfulltrúi Suðurlands. Alls voru veittir 55 styrkir samtals um 21.7 milljón króna.  Hæsta styrkinn, 2 milljónir króna, 

9. nóvember 2007

Ársþing SASS var haldið 1. og 2. nóvember sl. á Kirkjubæjarklaustri   Þar voru haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags, Heilbrigðiseftirlits, Skólaskrifstofu og Sorpstöðvar.  Á þinginu var Sveinn Pálsson sveitarstjóri Mýrdalshrepps kosinn nýr formaður SASS í stað Gunnars Þorgeirssonar Grímsnes- og Grafningshreppi sem gegnt hefur starfinu undanfarin 4 ár.  Þingið samþykkti fjölmargar ályktanir sem hægt er að nálgast á

25. október 2007

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verður haldið 1. og 2. nóvember nk. skv. eftirfarandi dagskrá.  Þar verða haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.  Ársþingið munu sækja um 70 sveitarstjórnarmenn og embættismenn sveitarfélaganna auk gesta.  Meðal gesta ársþingsins fundarins verða Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og þingmenn kjördæmisins. Meðal fyrirlesara á þinginu

1. október 2007

Undirritaður var samningur um samstarfsverkefni um starf iðjuþjálfa á Suðurlandi þann 27. september 2007.  Samninginn undirrituðu Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Laufey Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Suðurlandi. Samningurinn felur í sér samstarf þriggja stofnana um starf iðjuþjálfa á Suðurlandi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands greiðir fyrir 60%, Svæðisskrifstofa

20. september 2007

Verkefnið Safnaklasi Suðurlands hefur nýlega hlotið styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja. Helstu markmið með stofnun safnaklasans eru eftirfarandi: · Að efla samstarf safnanna á svæðinu t.d. með sameiginlegum uppákomum og miðlun safnmuna milli safna. · Að kynna öflugt- og fjölbreytt safna- og sýningastarf í sameiginlegum bæklingi og með öðrum hætti. Undirbúningur þessa samstarfs hófst

17. september 2007

Ársþing SASS verður haldið á Kirkjubæjarklaustri 1. og 2. nóvember nk.  Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.  Dagskrá þingsins verður kynnt hér á heimasíðunni þegar nær dregur.

29. júní 2007

Á fundi Menningarráðs Suðurlands, sem haldinn var 26. júní sl.,  var Dorothee Lubecki ráðin  menningarfulltrúi Suðurlands úr hópi 21 umsækjanda.  Dorothee hefur undanfarin 11 ár starfað sem ferðamálafulltrúi Vestfjarða. Aðrir umsækjendur voru:  Áslaug Reynisdóttir,  Einar Bergmundur Árnason, Guðrún Halla Jónsdóttir, Guri Hilstad Ólason, Helga Björg Óskarsdóttir, Hjörtur Benediktsson, Ingi Björn Guðnason, Jóhann Smári Sævarsson, Katrín

28. júní 2007

Landsmenn kynntust því um síðustu helgi hve umferð hefur vaxið gríðarlega og að sama skapi hvað  vegirnir eru vanbúnir til að anna slíkri umferð.   Þannig fóru um 17.000 bílar um Suðurlandsveg síðasta sunnudag og svipaður fjöldi á föstudeginum áður og umferðin gekk vægast sagt hægt fyrir sig.   Mikil umræða hefur verið á síðustu misserum

7. júní 2007

Nýstofnað Menningarráð Suðurlands  lauk gerð samþykkta fyrir ráðið á síðasta fundi sínum og  og jafnframt starfslýsingu menningarfulltrúa sem ætlunin er að ráða.  Samþykkt var að auglýsa starfið og er gert ráð fyrir að menningarfulltrúi taki til starfa 1. september nk.  Sjá nánar í auglýsingu: Menningarfulltrúi Suðurlands Menningarráð Suðurlands auglýsir  starf menningarfulltrúa Suðurlands.  Um nýtt starf