fbpx
23. ágúst 2006

Eins og fram hefur komið áður verður ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 7. og 8. september nk. Á þinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands. Á þinginu verða einnig haldin erindi um ýmis mál sem varða sveitarfélögin á Suðurlandi miklu, td. samgöngumálog málefni aldraðra. Allt efni ársþingsins verður sett á heimasíðuna á meðan á því stendur og í kjölfar þess. Meðfylgjandi er dagskrá þingsins:

Dagskrá ársþings

Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

7. og 8. september 2006

Í Hveragerði

Fimmtudagur 7. september

8.30 – 9.00 Skráning fulltrúa

9.00 – 9.10 Setning

9.10 – 10.30 Aðalfundur SASS

10.30 – 12.00 Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands

12.00 – 12.45 Hádegisverður

12.45 -14.00 Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

14.00 – 15.15 Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands

15.15 – 16.30 Aðalfundur Sorpstövar Suðurlands

16.30 – 18.30 Nefndastörf

Föstudagur 8. september

8.00 – 10.00 Áframhald nefndastarfa

10.00 – 12.00 Erindi

· Samstarf opinberra aðila og einkaaðila um bætt umferðarmannvirki: Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár.

· Íbúðir til lífstíðar: Sigurður Helgi Guðmundsson forstjóri hjúkrunarheimilisins Eirar

· Hjallastefnan – breyttar áherslur í skólamálum: Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri Hjallaskólans

· Kynning á fyrirkomulagi og mögulegri flokkun á Suðurlandi: Guðlaugur Sverrisson verkefnisstjóri Úrvinnslusjóði

12.00 – 12.45 Hádegisverður

12.45 – 15.00 Umræður um nefndaálit og afgreiðsla þeirra

Almennar umræður

15.00 – 16.00 Áframhald aðalfunda – kosningar

· SASS, sbr. samþykktir

· AÞS, sbr. samþykktir

· HES, sbr. samþykktir

· SKS, sbr. samþykktir

· SOS, sbr. samþykktir

16.00 Slit ársþings

Hugsanlegt er að tímasetningar færist framar ef aðalfundir taka styttri tíma en gert er ráð fyrir í dagskrá.

Einnig er gerður fyrirvari um aðrar hugsanlegar breytingar á dagskránni.