Stjórn þjónustusvæðis og þjónusturáð um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi mun halda málþing föstudaginn 17. febrúar frá kl 10-14 í sal Karlakórs Selfoss að Eyravegi 67. Á málþinginu mun Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent í föltunarfræðum kynna hugmyndafræði og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og María Kristjánsdóttir formaður þjónusturáð mun fara yfir stöðu málaflokksins á Suðurlandi. Málþingsgestum verður síðan skipt niður í hópa þar sem unnið verður með fjögur meginþemu: búsetuþjónusta, atvinnumál, þjónusta við fjölskyldur og félagsþjónusta. Boðið verður upp á léttar veitingar í hádeginu. Skráning fer fram á heimasíðu sambands sunnlenskra sveitarfélaga, sass.is. Allir sem áhuga hafa að koma að þessari vinnu eru hvattir til að mæta.
Hér má sjá dagskrá málþingsins.
Hér er hægt að skrá sig.
(Munið að ýta á SUBMIT þegar skráningu er lokið)