Á fundi stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldinn var í gær 4. maí, komu hugmyndir Sjóvár –Almennra um framkvæmdir við Suðurlandsvegá milli Selfoss og Reykjavíkur til umfjöllunar. Eftirfarandi ályktun varsamþykkt samhljóða:
,,Stjórn SASS fagnar fram komnum hugmyndum Sjóvár-Almennra um einkaframkvæmdáfjögurra akreina upplýstum vegi á milli Selfoss og Reykjavíkur og hvetur samgönguráðherra og yfirvöld samgöngumála til að kanna rækilega möguleika á slíkri framkvæmd. Áhugi fyrirtækisins sýnir svo ekki verður um villst að um arðsama framkvæmd er að ræða. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja mikla áherslu á að þessum bráðnauðsynlegu samgöngubótum verði hraðað eins og kosturerog telja að hér gefist einstakt tækifæri sem rétt sé að grípa.
Jafnframt lýsir stjórn SASS yfir mikilli ánægju með nýgerðan samningá milli Sveitarfélagsins Ölfuss og Orkuveitu Reykjavíkur um lýsingu Þrengslavegar. Sú framkvæmdmun vafalaust auka þægindi og öryggi vegfarenda og gerirþörf fyrir verulegar endurbætur á Suðurlandsvegi ennaugljósari.”
Jafnframt var samþykktað óska eftir fundi með samgönguráðherra, þingmönnum kjördæmisins og forstjóra Sjóvár-Almennra um málið.