„Landstólpinn – Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“ er árleg viðukenning sem Byggðastofnun veitir á ársfundi sínum. Það er von að viðurkenningin gefi jákvæða mynd af landsbyggðinni og af starfi stofnunarinnar. Viðurkenningin er hvatning og einskonar bjartsýsnisverðlaun, því hugmynd að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Viðurkenningin er veitt tilteknu verkefni eða starfsemi, umfjöllun eða annað sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg vikomandi samfélags.
Á ársfundi Byggðarstofnunar þann 17. apríl sl. sem fór fram í Bolungarvík var Enskumælandi ráð í Mýrdalshreppi veitt viðurkenningin.
Íbúum í Mýrdalshrepp hefur fjölgað hratt undanfarinn áratug og er fjölgunin að stórum hluta borin uppi af innflytjendum en rúmlega helmingur íbúa í sveitarfélaginu er af erlendu bergi brotinn. Árið 2022 var enskumælandi ráð sett á laggirnar í Vík í ljósi þess að fjöldi erlendra íbúa á kjörskrá fjórfaldaðist í kjölfar breytinga á kosningalögum. Í stað þess að hafa þurft að búa á staðnum í fimm ár til að vera gjaldgeng í sveitarstjórnarkosningum þurfti eingöngu að hafa búið þar í þrjú ár.
Ráðið skipa sjö fultrúar af sex þjóðernum, sem endurspeglar hið fjölbreytta samfélag í Vík en þar býr fólk af um 20 þjóðernum.
Viðtökur íbúa við ráðinu hafa verið góðar og var strax mikill áhugi fyrir því að sitja í ráðinu. Hugmyndinni að ráðinu var komið út í umræðuna fyrir kosningar, haldnir fundir á ensku og kosningaefni gefið út á ensku og íslensku.
Frekari upplýsingar um afhendingu Landstólpans og um Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps má finn í frétt á heimsíðu sveitarfélagsins hér.