Sjávarútvegsráðstefnan var haldin dagana 19. og 20. nóvember sl. Á heimasíðu ráðstefnunnar kemur fram að þátttakendur hafi aldrei verið fleiri, eða 750, en árið 2010 voru þátttakendur 300. Í fimmta sinn voru veitt verðlaun fyrir frumlega hugmynd og að þessu sinni féll verðlaunagripurinn Svifaldan í hlut Snorra Hreggviðssonar hjá Margildi ehf. Hugmyndin byggist á framleiðslu lýsis úr makríl, síld og loðnu til manneldis. Mörg fróðleg erindi voru flutt á ráðstefnunni og eru þau aðgengileg hér á heimasíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar