fbpx
Fyrsti samráðsfundur SASS um brýn viðfangsefni á sviði umhverfis- og auðlindamála, var haldinn 29. ágúst í Nýheimum á Höfn. Þátttaka var mjög góð og umræður fjörugar þar sem fundarmenn skiptust á skoðunum um hvaða mál væru mikilvægust.
 
Helstu niðurstöður voru síðan dregnar fram í lok fundar. Beðið verður með að kynna niðurstöðurnar þar til allir samráðsfundirnir hafa verið haldnir, svo allir byrji á sömu blaðsíðu.
Í upphafi fundar kynnti Guðlaug Ósk Svansdóttir verkefnið f.h. SASS og Halldóra Hreggviðsdóttir hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta ræddi um leiðir í stefnumörkun og mögulegan ábata af vel ígrundaðri stefnu, með nokkrum dæmum.
 
Næstu fundir:
  • Hveragerði, 4. september, kl. 12:00 – 14:00. 
    Hótel Örk – súpufundur.

  • Vík, 5. september, kl. 11:00 – 13:00. 
    Hótel Vík – súpufundur. 

  • Flúðum, 5. september, kl. 16:00 – 18:00. 
    Hótel Flúðir – kaffiveitingar. 

  • Hvolsvelli, 11. september, kl. 16:00 -18:00.
    Félagsheimilinu Hvoli – kaffiveitingar. 

  • Vestmannaeyjum, 12. september, kl. 11:30 – 13:30.
    Þekkingarsetri Vestmannaeyja – súpufundur. 

  • Kirkjubæjarklaustri, 12. september, kl. 20:00 – 22:00.
    Félagsheimilið Kirkjuhvoll – kaffiveitingar. 

Við hvetjum kjörna fulltrúa, íbúa og aðra hagsmunaraðila til að taka þátt í að móta umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland. Skráning fer fram hér.