fbpx

Samkvæmt tilkynningu frá samgönguráðuneytinu sem birtist 13. mars sl. verður tvöföldun Suðurlandsvegar frá Litlu kaffistofu að Hveragerði meðal þeirra framkvæmda sem felast í viðauka við samgönguáætlun 2007-2010, sem ráðuneytið kynnti. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin hefjist á fyrri hluta árs 2009. E innig er unnið að undirbuningi tvöföldunar  annars vegar á milli Litlu kaffistofunnar og Reykjavíkur og  hins vegar á milli Hveragerðis og Selfoss.  Um einkaframkvæmd verður að ræða. Hluti ríkisins verði greiddur með jöfnum árlegum greiðslum í 25 ár eftir að framkvæmdum lýkur.  Ástæða er til að fagna þessum málalyktum því um mikið framfaramál er að ræða sem mun skipta sköpum hvað varðar umferðaröryggi og þróun byggðar á Suðurlandi

Þá felur viðaukinn einnig í sér að framkvæmdum við tengivegi víða um land verður flýtt, auk tiltekinna framkvæmda við hafnir og flugvelli.  Þannig  er gert ráð fyrir þeirri breytingu að gerður verður nýr tengivegur  að Bakkafjöruhöfn, en samkvæmt áætlunum sem nú eru uppi um hafnargerð þar þarf að leggja veginn á þessu ári.   Þess skal getir að nú er unnið

að útboðgerð vegna Bakkafjöruhafnar og ferju  og er gert ráð fyrir að höfnin verði tilbúin árið 2010.  Að lokum er lagt til að gerðar verði breytingar á fjárveitingum til almenningssamgangna m.a. vegna fjölgunar ferða Herjólfs til Vestmannaeyja og styrkts flugs til Vestmannaeyja.