Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri lætur af störfum hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)
Stjórn SASS og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum. Bjarni, sem hefur verið framkvæmdastjóri SASS í tíu ár, hefur þegar látið af störfum. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp samtök sveitarfélaga á Suðurlandi sem sinna mikilvægu hlutverki í ... Lesa meira
Manúela Maggý Morthens tekst á við lífið í gegnum tónlistina í Upptaktinum
Hin 14 ára gamla Manúela Maggý Friðjónsdóttir Morthens úr Grunnskólanum á Hellu komst áfram í Upptaktinum 2024 með lagið sitt "HEAL". Lagið fjallar um erfiðleika í lífinu og hvernig hægt er að finna von og traust þegar allt virðist vonlaust. Myndband frá Upptaktinum af viðtali við Manúelu Maggý og tónverkið ... Lesa meira
Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2024
SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2024. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að ... Lesa meira
Innviðaráðherra hefur staðfest nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042, sem markar mikilvægt skref í skipulagsmálum og sjálfbærri þróun landsvæðisins. Með undirrituninni öðlast svæðisskipulagið lagalegt gildi og verður leiðarljós fyrir stefnumótun og framkvæmdir á svæðinu næstu ár. Svæðisskipulagið nær yfir hálendishluta níu sveitarfélaga á Suðurlandi: Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, ... Lesa meira
Tryggð byggð fundur á Selfossi
HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur. Á Suðurlandi í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur í landshlutanum. Fundurinn verður haldin á Fröken Selfoss þriðjudaginn 19. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið ... Lesa meira
Tryggð byggð fundur á Höfn í Hornafirði
HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur. Á Suðurlandi í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar í landshlutanum. Fundurinn verður haldin á Hótel Höfn mánudaginn 18. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp ... Lesa meira
Uppbyggingarsjóður Suðurlands: Úthlutun styrkja haust 2024
Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða seinni úthlutun sjóðsins árið 2024. Umsóknir voru samtals 86, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 23 umsóknir og 63 í flokki menningarverkefna. Að ... Lesa meira
Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkona hlaut menningarverðlaun Suðurlands 2024
Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkona hlaut Menningarverðlaun Suðurlands árið 2024 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Hveragerði 31. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Ingibjörg hafi unnið glæsilegt starf í þágu tónlistar, tónlistarkennslu og kórstjórnun á Suðurlandi. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS á sviði menningar ... Lesa meira
Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Suðurlands runninn út
Í vikunni rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 86 umsóknir, skiptast umsóknir í eftirfarandi flokka, menningarverkefni og atvinnu- og nýsköpunarverkefni. Í flokk menningarverkefna bárust 63 umsóknir og 23 umsóknir í flokka atvinnu- og nýsköpunarverkefnum. Allir umsækjendur munu fá sendan tölvupóst um úthlutun ... Lesa meira
Íbúafundur í Árborg vegna gerðar stefnu í atvinnumálum.
Íbúafundur var haldinn mánudaginn 23. september í Grænumörk á Selfossi þar sem íbúar Árborgar tóku þátt í að forgangsraða atriðum úr SVÓT-greiningu, sem byggir á könnun sem íbúar sveitarfélagsins svöruðu í vor. Fundargestir voru einnig fengnir til að móta framtíðarsýn með skapandi hætti, hvort sem það var í formi skrifa, ... Lesa meira
Verkefnastjóri umhverfismála hjá SASS
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa laust til umsóknar starf verkefnastjóra með áherslu á umhverfismál. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða, við þróun og framkvæmd fræðslu- og kynningaráætlunar um umhverfismál með sérstakri áherslu á úrgangsforvarnir. Verkefnastjóri mun vinna í nánu samstarfi með sveitarfélögum á Suðurlandi, sorphirðuaðilum og Umhverfisstofnun ... Lesa meira
Sigrún Ágústdóttir skipuð forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar
Umhverfis, orku og loftlagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar. Sigrún hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020 og hefur starfað aðumhverfismálum í rúm 20 ár. Hún var sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og var auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra ... Lesa meira
Óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi 2024
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2024. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið ... Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 15. október 2024. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita. Í úthlutuninni er lögð áhersla á ... Lesa meira
Evrópurútan á ferð um Suðurland
Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar ... Lesa meira
Hvaða þjónusta skiptir þig máli? Þjónustukönnun Byggðastofnunar
Hvaða þjónusta skiptir þig máli? Þjónustukönnun Byggðastofnunar Hvaða þjónustu nota íbúar og hvert fara þeir til að sækja þá þjónustu? Hvaða þjónustu þarf helst að bæta við eða efla? Hvaða þjónustu óttast íbúar helst að missa úr heimabyggð? Nú fer fram könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa ... Lesa meira
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands haustið 2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki ... Lesa meira
Nýju íbúakannanagögnin komin á vef Byggðastofnunar
Nýjustu gögn íbúakönnunar landshlutanna eru komin á mælaborð Byggðastofnunar. Nú er hægt að bera saman þróun þeirra á milli kannana. Þá eru líka komin inn eldri gögn frá árunum 2016 og 2017. Enn fremur er að finna gögn yfir enn fleiri spurningar úr könnuninni en áður var. Þetta er því ... Lesa meira
Beint frá býli dagurinn á tveimur stöðum á Suðurlandi, sunnudaginn 18. ágúst
Beint frá býli dagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í fyrra, á sex lögbýlum hringinn í kringum landið, einu í hverjum landshluta. Tilefnið var 15 ára afmæli félagsins, en tilgangurinn að kynna íbúum starfsemi heimavinnsluaðila á lögbýlum og byggja upp tengsl milli þeirra. Á býli gestgjafanna söfnuðust saman aðrir ... Lesa meira
Ný stjórn kosin á aukaaðalfundi SASS í júní
Aukaaðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, fór fram 7. júní sl. í Akóges salnum í Vestmannaeyjum. Fundurinn var haldinn þar sem í samþykktum samtakanna er kveðið á um að enginn skuli eiga sæti í stjórn lengur en sex ár samfellt. Úr stjórn gengu Ásgerður Kristín Gylfadóttir, þáverandi formaður, Grétar Ingi Erlendsson ... Lesa meira