Fundagerð
Ungmennaráð Suðurlands Haustfundur fundur nr. 2 haldinn þann 12. September 2017 klukkan 14:00 að Austurvegi 56 á Selfossi.
Mættir eru: Rebekka Rut Leifsdóttir – Rangárþing Ytra, Kristrún Ósk Baldursdóttir – Rangárþing Eystra, Halla Rún Erlingsdóttir – Ásahreppur, Jana Lind Ellertsdóttir – Bláskógabyggð, Rúnar Guðjónsson – Hrunamannahreppi, Sveinn Ægir Birgisson – Árborg (varamaður Þórunnar), Agnes Björg Birgisdóttir – Flóahreppur, Jón Marteinn Ásgrímsson – Grímsnes og Grafningshreppur, Katla Þráinsdóttir – Vík, fulltrúar annarra sveitafélaga gátu ekki mætt.
Starfsmenn ráðsins eru þau Gunnar E. Sigurbjörnsson, Gerður Dýrfjörð og Guðlaug Ósk Svansdóttir
Dagskrá:
1. Fyrsti dagskrárliður: Erindi Sabínu féll niður í staðinn var samþykkt að taka fyrir nýjan dagskrálið; kynning á Handbók ungmennaráða.
Gunnar E. Sigurbjörnsson fór yfir nýútkomna Handbók ungmennaráða. Ungmennaráð Suðurlands fagnar því að í fyrsta skipti er komin út handbók og kynningarmyndbönd á rafrænu formi og aðgengileg öllum á heimasíðu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Samþykkt að halda áfram með verkefnið sem Ungmennaráð Árborgar hóf með það að markmiði að kynna Handbókina og myndböndin í hverju sveitarfélagi/svæði fyrir sig. Formaður og varaformaður ráðsins ásamt Rebekku, Kristrúnu, Agnesi og Höllu falið að vinna að verkefna-, tíma og aðgerðaráætlun fyrir verkefnið. Ákveðið að hittast 21. september á Selfossi til að hefja vinnuna.
2. Annar dagskrárliður: Kosning ritara ráðsins
Á síðasta vorfundi ráðsins var ákveðið að fresta kosningu ritara ráðsins til næsta fund ráðsins. Voru því haldnar kosningar þar sem ráðið varð sammála um það að hafa tvo ritar sem gætu unnið saman sem ritarar ráðsins. Til þess voru kosnar Halla Rún Erlingsdóttir og Kristrún Ósk Baldursdóttir.
3. Þriðji dagskrárliður: Ráðið skipti sér í vinnuhópa og ræddi eftirfarandi mál sem
fulltrúar ráðsins höfðu óskað eftir að yrðu rædd á fundinum:
- Geðræn vandamál og fræðsla
- Betri flokkun á fyrri stigum
- Minnka fækkun ungs fólks á Suðurlandi með tilliti til allra undir liggjandi þátta.
– Háskóla Suðurlands
– Tekjuhærri atvinnu
– Félagslíf á aldrinum 16-18 ára
– Undirbúningur í grunnskóla fyrir þriggja ára kerfið
– Samgöngur
– Heimavist FSu og húsnæðismál
– Heimavist á Höfn
– Betri kynningu á námi og atvinnu fyrir yngri kynslóðir
– Startup Suðurlands – Fablab
4. Fjórði dagskrárliður: Niðurstöður vinnuhópa
Vinnuhóparnir kynntu niðurstöður sínar og voru þær bornar saman. Eftir frekari umræður
og kosningar þá setur Ungmennaráð Suðurlands fram eftir farandi ályktanir og tillögur:
- Geðræn vandamál
Ungmennaráð Suðurlands hvetur til þess að umfjöllun og fræðsla um geðræn
vandamál verði gerð aðgengilegri með almennri kynningu fyrir börn og
ungmenni og góðu aðgengi að fagfólki þar á meðal sálfræðingum. Ráðið hvetur
til þess að slík fræðsla verði kynnt yngri börnum en gert er í dag og brugðist
verði við þessari þörf sem allra fyrst. - Umhverfisvernd og flokkun sorps
Ungmennaráð Suðurlands hvetur öll sveitarfélög til að stuðla að betri flokkun á
sorpi á fyrri aldursstigum íbúa í landshlutanum. Einnig eru sveitarfélögin hvött
til að vinna miklu meira saman í málaflokknum m.a. í endurnýtanlegum lausnum
með sjálfbærni að leiðarljósi. - Brottflutningur ungmenna af Suðurlandi:
- Húsnæðismál
Ungmennaráð Suðurlands hvetur til þess að sveitarfélög á Suðurlands vinni að því með hlutaðeigandi aðilum að tryggja framboð á litlu og meðal stóru
húsnæði. Vöntun og eftirspurn er eftir ódýru húsnæði fyrir ungt fólk bæði til
kaups og leigu. Mikilvægt er að tryggja virkan leigumarkað á öllu Suðurlandi. - Félagslíf á aldrinum 16-18 ára
Ungmennaráð Suðurlands hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til að tryggja að
ungmenni á aldrinum 16-18 ára geti sótt ungmennahús. Félagslíf á þessum
aldri er mjög mikilvægt og líka þegar þau eru komin í sína heimabyggð eftir nám og/eða vinnu og einnig um helgar. - Suðurland verði eftirsóknarverður staður til búsetu og vinnu Ungmennaráð Suðurlands hvetur SASS og sveitarfélög til að laða að fyrirtæki og betur borguð störf í landshlutann. Suðurland hefur til langs tíma verið láglaunasvæði og bæta þarf það með auknum og betri atvinnumöguleikum.
- Almenningssamgöngur á Suðurlandi
Ungmennaráð Suðurlands hvetur SASS og Strætó bs til að bæta þjónustu við íbúa á Suðurlandi. Ráðið óskar eftir meira samráði við skipulagningu þjónustu strætó og telur einnig rétt að samráð um skipulag strætó þurfi að vera víðtækara m.a. við skóla, íþróttafélög og önnur hagsmunafélög. Ráðið telur að þjónusta Strætó sé óhagstæð fyrir þá sem þurfa og vilja nota þjónustuna t.d. ungmenni og aldraðir. - Húsnæðisvandi framhaldskólanemenda á Suðurlandi
Ungmennaráð Suðurlands skorar á ráðherra mennta- og menningarmála til að leysa húsnæðisvanda framhaldskólanemenda á Suðurlandi og vinna að
heildstæðri lausn fyrir landshlutann um heimavistarúrræði. Framhaldskólinn á Selfossi FSu er stærsti framhaldsskólinn í landshlutanum og brýnt er að
nemendur sem búa ekki á Selfossi hafi heimavistarúrræði til að geta sótt
skólann. Ráðið leggur sömu áherslu fyrir aðra framhaldskólanemendur í
landshlutanum þ.á.m. nemendur í Framhaldskólanum Austur-Skaftafellssýslu FAS á Höfn, en þar er engin heimavist í boði. Skýrt kemur fram í 29 gr. Barnasáttmála Sameinuþjóðanna að öllum aðildarríkjum ber að koma á skólaskyldu, gera ráðstafanir sem stuðla að reglulegri skólasókn og reyna draga úr brottfalli nemenda.
- Húsnæðismál
Fundi slitið kl. 18:15
Rebekka Rut Leifsdóttir
Sveinn Ægir Birgisson
Kristrún Ósk Baldursdóttir
Halla Rún Erlingsdóttir
Agnes Björg Birgisdóttir
Katla Þráinsdóttir
Jón Marteinn Ásgrímsson
Jana Lind Ellertsdóttir
Rúnar Guðjónsson
Gunnar E. Sigurbjörnsson
Gerður Dýrfjörð
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Fundagerð nr. 2 Haustfundur-2017 (.PDF)