Fundagerð
Haustfundur Ungmennaráðs Suðurlands haldinn í Ráðhúsinu Selfossi 6. september 2018 klukkan 16:00
Mættir eru:
Maríanna Katrín Bjarkardóttir, Jana Lind Ellertsdóttir, Kristrún Ósk Baldursdóttir, Rebekka Rut Leifsdóttir, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Halla Erlingsdóttir, Þórunn Ösp Jónasdóttir, Jón Marteinn Arngrímsson, Nói Mar Jónsson, Ragnar Óskarsson og Hólmar Höskuldsson.
Ekki er búið að tilnefna nýja fulltrúa frá Skeið- og gnúpverjahreppi, Hveragerði, Vík, og Vestmannaeyjum.
Einnig eru mættir starfsmenn ráðsins Gunnar E. Sigurbjörnsson, Gerður Dýrfjörð og Guðlaug Ósk Svansdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1. Haustfundur ráðsins settur – fulltrúar ráðsins kynna sig.
Mættir eru þrír nýjir fulltrúar, það eru þau Maríanna Katrín Bjarkardóttir fyrir Skaftárhrepp, Hólmar Höskuldsson fyrir Flóahrepp og Nói Mar Jónsson fyrir Hrunamannahrepp. Þau eru boðin velkomin.
2. Kosning formanns, varaformanns og ritara
Samþykkt að fresta kosningu til framhaldsfundar ráðsins sem verður þann 7. september 2018.
3. Samþykkt að vinna í vinnuhópum og taka fyrir 5 málefnasvið, þau eru:
• Mennta- og skólamál
• Samfélags- og húsnæðismál
• Lýðheilsu- og forvarnarmál
• Atvinnu- og umhverfismál
• Samgöngur
Sjá viðauka með fundagerðinni – alla umræðupunkta sem fram komu í þessari vinnu.
4. Hópefli og liðsheildarvinna
Magnús Guðmundsson hjá fyrirtækinu Fúll á móti var með innlegg hjá ráðin, um er að ræða hópefli og liðsheildarvinnu.
5. Fræðsla og samvinna ungmennaráða á Suðurlandi – Áhersluverkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands.
Verkefnið rætt og samþykkt að klára kynningarnar í þeim sveitarfélögum sem ekki hafa
fengið fræðslu haust 2018. Gunnar E. Sigurbjörnsson vinnur með ráðinu og sér um
skipulagningu fundanna ásamt fulltrúum úr ráðinu.
Fundi frestað til næsta dags 7. september 2018 klukkan 09:00.
Fundur settur að nýju á Hótel Selfossi klukkan 09:00, mættir eru allir sömu fulltrúar og
voru mættir á fundinn í gær, 6. september.
6. Fundasköp og ræðumennska
Sabína Steinunn Halldórsdóttir Landsfulltrúi UMFÍ er með fræðslu um fundasköp og
ræðumennsku. Gögn verða sett inn á síðuna sem verða aðgengileg öllum fulltrúum í
ráðinu.
7. Sveinn Ægir Birgisson frá ungmennaráði Árborgar er gestur fundarins
Sveinn Ægir Birgisson er fulltrúi í ungmennaráði Árborgar og varafulltrúi í
Ungmennaráði Suðurlands. Hann sagði frá verkefni sem ungmennaráðið í Árborg er
að vinna að, en ráðið er að stefna að því að halda ráðstefnu ungmennaráða á
Suðurlandi snemma árs 2019. Sveinn óskaði eftir samvinnu við Ungmennaráði
Suðurlands og tók ráðið vel í það og eru tilbúin til að koma að verkefninu. Aðkoma
ráðsins skýrist betur þegar nær dregur.
8. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Kosning formanns:
Þrír gefa kost á sér til formennsku, þau Kristrún Ósk Baldursdóttir, Rebekka Rut
Leifsdóttir og Jón Marteinsson. Kynning á frambjóðendum. Leynileg kosning fer fram
og kosinn er Jón Marteinn Arngrímsson sem nýr formaður ráðsins.
Kosning varaformanns:
Þrír gefa kost á sér til varaformennsku, þau Rebekka Rut Leifsdóttir, Kristrún Ósk
Baldursdóttir og Nói Mar Jónsson. Kynning á frambjóðendum. Leynileg kosning fer
fram og kosinn er Nói Mar Jónsson sem nýr varaformaður ráðsins
Kosning ritara: Jana Lind Ellertsdóttir gefur ein kost á sér í starf ritara og fær hún gott
klapp frá öllum.
Jón formaður ráðsins tekur við stjórn fundarins og heldur áfram með málefnavinnuna. Ráðið skiptir á milli sín verkefnum og vinnur áfram í hópum. Bókanir ráðsins eru efirfarandi:
Húsnæðis- og skólamál
• Ungmennaráð Suðurlands hvetur SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi að stuðla að bættu
fjármálalæsi hjá ungmennum á Suðurlandi: Bæta þarf fjármálæsi í grunnskólum og
framhaldsskólum. Kenna þarf ungmennum í grunn- og framhaldsskólum hvernig
peningar og skattkerfið virkar á Íslandi.
• Ungmennaráð Suðurlands skorar á SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi að beita sér fyrir
fjölgun leiguíbúða á Suðurlandi, íbúðum sem má líkja við stúdentagarðana í Reykjavík.
• Ungmennaráð Suðurlands skorar á SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi að leysa vanda
nemenda sem þurfa á heimavist að halda, m.a. nemendur Fjölbrautarskóla
Suðurlands FSu. FSu er skóli allra Sunnlendinga og gera þarf nemendum mögulegt að
sækja skóla enda er það réttur allra barna og ungmenna. Skýrt kemur fram í 29 gr.
Barnasáttmála Sameinuþjóðanna að öllum aðildarríkjum ber að koma á skólaskyldu,
gera ráðstafanir sem stuðla að reglulegri skólasókn og reyna draga úr brottfalli nemenda.
• Ungmennaráð Suðurlands hvetur SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi, framhaldsskóla og starfandi skólaskrifstofur á Suðurlandi til að bæta aðgengi allra nemenda á Suðurlandi að námsráðgjöfum. Mikilvægt er að nemendur geti leitað til sérhæfðra ráðgjafa og geta fundið fyrir öryggi innan veggja skólans og fengið úrræði fyrir sitt nám. Brýnt er að allir nemendur í skólum á Suðurlandi geti náð sambandi við námsráðsgjafa, víða á Suðurlandi þarf að bæta slíka þjónustu.
Samgöngu- og samfélagsmál
• Ungmennaráð Suðurlands skorar á SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi og Vegagerðina
til að vinna að umferðaröryggi og bættu veghaldi m.a. snjómokstri. Vegir á Suðurlandi
eru margir hverjir mjög slæmir og holóttir og á veturnar eru þeir einstaklega hættulegir þar sem snjómokstri er víða ábótavant.
• Ungmennaráð Suðurlands hvetur SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi, Vegagerðina,
Ferðamálastofu og bílaleigur til að beita sér fyrir aukinni fræðslu til ökumanna sem
koma til Íslands sem ferðamenn. Þeir þurfa að vita hvernig eigi að aka á vegum
landsins við hinar ýmsu veður- og vegaðstæður.
• Ungmennaráð Suðurlands skorar á SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi og Strætó að
efla þjónustustig Strætó sem sér um almenningssamgöngur á Suðurlandi. Snyrtilegur
strætó með virku netsambandi og opin salerni á lengri leiðum er það sem viðskiptavinir Strætó á Suðurlandi vilja enda er Strætó auglýstur þannig. Einnig er mikilvægt að bílstjórar Strætó geti átt samskipti við viðskiptavini á annað hvort íslensku eða ensku og séu mjög þjónustulundaðir.
• Ungmennaráð Suðurlands skorar á Samtök sunnlenskra sveitarfélaga að auðvelda
nemendum að greiða fyrir almenningssamgöngur á Suðurlandi. Ráðið leggur til að
hægt verði að greiða fyrir almenningssamgöngur með raðgreiðslum og þá jafnvel líka
einn til tvo mánuði í einu. Eins og kerfið er í dag þá getur það verið erfitt fyrir nemendur að greiða fyrir allt skólaárið með einni greiðslu að hausti.
• Ungmennaráð Suðurlands skorar á SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi að niðurgreiða
fargjöld m.a. í almenningssamgöngur fyrir þá sem sækja íþrótta- og tómstundastarf
langt að til dæmis grunnskóla- og framhaldsskólanemendur.
• Ungmennaráð Suðurlands skorar á SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi að samræma
sorpflokkunarkerfi á öllu Suðurlandi. Til dæmis með þriggja flokkunarkerfi en með
samræmdu flokkunarkerfi má endurnýta afurðir sem annars myndu fara til spillis.
Lýðheilsu- og forvarnarmál
• Ungmennaráð Suðurlands hvetur SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi, félagasamtök og
skóla til að efla jafningafræðslu á Suðurlandi. Jafningjafræðsla á Suðurlandi myndi
bæta lýðheilsu ungs fólks á svæðinu. Hún er uppbyggjandi, hvetjandi og vekur upp
naflaskoðun hjá einstaklingum. Um er að ræða kennsla frá fólki af sömu kynslóð, það
getur verið mun áhrifaríkari en frá hinum eldri. Það er margsannað að ungt fólk nær
til ungs fólks, fullorðnir ná (upp til hópa) til fullorðna. Til lengri tíma litið er gangsetning á sameiginlegri jafningjafræðslu hagstæð fyrir sveitarfélög á Suðurlandi þar sem að hún er góð forvörn og kemur þar með í veg fyrir kostnað á úrræðum á vandamálum sem komið hefðu upp ef ekki væri fyrir jafningjafræðsluna.
Minni sveitarfélög hefðu kost á að slá s.s. skólum, vinnuskólum, íþróttafélögum sínum
saman þegar slík fræðsla verði í boði. Ungmennaráð Suðurlands er tilbúið til að veita
ráðgjöf og aðstoða við að koma slíku verkefni á Suðurlandi í framkvæmd.
• Ungmennaráð Suðurlands hvetur SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi og skóla í
landshlutanum til að efla fræðslu um kynjafræði í öllum skólum á Suðurlandi, bæði í
grunn- og framhaldsskólum. Kynjafræði getur hjálpað ungmennum að öðlast rétta
sýn á réttindum sínum og annarra. Um er að ræða færni í að setja upp kynjagleraugun og um leið læra meira um mannréttindi okkar allra.
• Ungmennaráð Suðurlands hvetur SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi að ýta undir
hreyfingu ungmenna á Suðurlandi. Við hvetjum sveitarfélög á Suðurlandi að koma til
móts við ungmennin með niðurgreiðslu á æfingargjöldum og/eða í líkamsræktarstöðvum á Suðurlandi, sérstaklega þar sem sveitarfélögin sjálf reka slíkar
stöðvar.
• Ungmennaráð Suðurlands hvetur SASS/sveitarfélögin á Suðurlandi,
Heilbrigðisráðherra og HSu til að bæta úrræði fyrir ungt fólk á Suðurlandi sem á við
fíkniefnavandamál. Ungmennaráðið telur það ekki síður mikilvægt að fylgja eftir þeim
ungmennum sem hafa lokið meðferð. Við viljum brýna alla þá sem fara með þennan
málaflokk að gera meira í málefnum ungs fólks sem hefur lokið meðferð og bæta
eftirfylgni eftir meðferðina.
• Ungmennaráð Suðurlands óskar eftir stuðningi SASS og lögreglunnar á Suðurlandi við
að efla fræðslu og forvarnir um fíkniefnavandann og stuðla þannnig að öflugum
forvörnum. Ráðið hvetur til þess að farið verði í samstarf við átakið #égábaraeittlíf
og/eða annað sambærilegt og fara með fræðslukynningar í alla þá skóla sem vilja taka
á móti slíkri fræðslu/forvörnum.
Allir vinnuhóparnir kynntu sínar niðurstöður og þær samþykktar sem megináherslur ráðsins.
9. Ungmennaráðið fundar með fjórum fulltrúum úr stjórn SASS, þeim Evu Björk
Harðadóttur formanni stjórnar SASS, Friðriki Sigurbjörnssyni, Ásgerði Kristínu
Gylfadóttur og Bjarna Guðmundssyni framkvæmdastjóra SASS.
Fulltrúar ráðsins kynntu niðurstöður úr málefnavinnu ráðsins fyrir gestum fundarins
og um þær sköpuðust góðar umræður.
Eva Björk þakkaði ráðinu fyrir góða vinnu og hvatti þau áfram til góðra verka. Eva
Björk óskaði eftir nærveru ráðsins á ársfundi SASS þann 18. september 2018 þar sem
fulltrúar ráðsins fá tækifæri til að tala við fundinn um málefni ungmenna á
Suðurlandi.
Ungmennaráðið þakkaði gestunum fyrir komuna
10. Umræður um næstu skref ráðsins.
• Fjórir fulltrúar gefa kost á sér að fara með formanni ráðsins á ársfund SASS, skýrist
þegar nær dregur. Ákveðið að kynna verkefnið Fræðsla og samvinna ungmennaráða
á Suðurlandi – Áhersluverkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands. Einnig verða
kynntar megin niðurstöður úr málefnavinnu ráðsins frá haustfundinum.
• Rætt um hlutverk formanns, varaformanns og ritara í ráðinu. Samþykkt að stjórn
ráðsins komi með tillögu að hlutverkum og ábyrgð m.a. út frá kynningu Sabínu frá
UMFÍ.
• Sagt frá ráðstefnunni Ungt fólk og jafnréttismál sem fer fram 20.-21. September
2018, áhugasamir úr ráðinu hvattir til að mæta.
• Ákveðið að vorfundur ráðsins verði haldinn 28/29 mars 2019.
Fundi slitið kl: 15:00
Jón Marteinn Arngrímsson
Nói Mar Jónsson
Jana Lind Ellertsdóttir
Maríanna Katrín Bjarkardóttir
Kristrún Ósk Baldursdóttir
Rebekka Rut Leifsdóttir
Arndís Ósk Magnúsdóttir
Halla Erlingsdóttir
Þórunn Ösp Jónasdóttir
Ragnar Óskarsson
Hólmar Höskuldsson
Gunnar E. Sigurbjörnsson
Gerður Dýrfjörð
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Fylgiskjal með fundagerð – Vinnugögn frá haustfundi
Hugmyndir um málefni
• Íþróttir/tómstundir fyrir ungmenni
• Kynjafræði í gr&frhskóla
• Frítt skóladót fyrir grskólanema
• Endurskinsmerki
• Útikennsla
• ART kennsla?
• Skólakerfið
• Einelti í grskólum
• Fjármálalæsi/peningamál
• Ofbeldi
• Áfengi/vímuefni/tóbak/vape
• Úrræði fyrir fíkniefna.. eftirfylgni..
• Orkudrykkir
• Tölvunotkun
• Símanotkun
• Kyrrseta
• Skyndihjálp (fjöldarhjálparstöð)
• Brunaæfingar og brunavarnir
• Tryggingar
• Umhverfismál/virkjanir..
• Geðheilbrigðismál
• Ungmenni af erlendum uppruna
• vistir og húsnæði fyrir 16-24 ára
• Bílastæði
• Brunaæfingar og brunavarnir
• íþróttamannvirki á Laugarvatni
• jafningafræðsla
Mennta- og skólamál:
• Útikennsla
-Engin útikennsla á elstu stigunum (selfoss)
-Mættum taka Flúðir til fyrirmyndar
• Námsráðgjafar!
Sjá til þess að það sé námsráðgjafi í öllum skólum!
• Eineltisteymi
-Koma af stað viðbragðsáætlun
-að hægt sé að leita til aðila utan eineltisteymisins ef eineltisteymið bregst
-eineltisteymi eins og á Klaustri og Hvolsvelli eru bara kennarar.
• Kynjafræði
-Koma með kynningu í alla bekki skóla
• Kynfræðsla
-Koma með kynningum frá utan að komandi aðila á kynfræðslu í grunnskóla
-Ein kynning á ári í grunnskólum á elstu stigin
• Fjármálalæsi
-Fara með kynningar í alla grunnskóla um fjármálalæsi
-Koma tíma í fjármálalæsi inn í stundatöflur í grunnskóla í 8-10. Bekk
-Koma fjármálalæsi inn í lífsleikni.
• Koma af stað hagsmunateymi fyrir grunnskóla
• Vinna að samvinnu milli grunnskóla/félagsmiðstöðva á Suðurlandi
Koma af stað viðburðum saman
• Bæta ferðir í skólabílum fyrir börn sem stunda íþrótta- og tómstundastarf eftir skóla
Samfélags- og húsnæðismál:
• Heimavist á Selfoss fyrir FSu nemendur
• Íþróttir eiga ekki að vera bundnar við afreks eða keppnir, þetta á að vera skemmtun.
• Erfitt að halda æfingar fyrir iðkendur sem vilja ekki keppna ef það er erfitt að halda
æfingar
-fyrir keppnislið.
• Afreksíþróttasjóður..
• Félagslífið eftir 3 ára kerfið hrundi
• Innflytjendamál.. einangrun.. hagsmunateymi.. nemendafélag
• Flóttamenn, 1997, vestfirðir tóku á móti meiri helmingnum
• Litlar leiguíbúðir, fyrir 16-24 eins og stúdentagarðar..
• Samgöngur fyrir áhugamenn um íþróttir..
• U lið ungmennalið fyrir 19 ára.. ná sér eftir meiðsli
• Fjáraflanir f keppnisíþróttir..
Lýðheilsu- og forvarnarmál:
• Andlegt ofbeldi (sjúk ást)
• Ég á bara eitt líf – kynna
• Geðheilsumál:
-ekkert úrræði
-vantar sálfræðing í skóla
• Kynfræðsla vantar
• Vímuefna forvörn vnatar í framhaldsskólum
• Líkamsrækt of dýr
• Jafningafræðsla suðurlands
• Vantar úrræði fyrir ungt fólk með fíknivandamál
Atvinnu- og umhverfismál:
• Vindmyllur
• Lághita virkjanakostur
• Fara varlega út í framkvæmdir
• „einn“ hreppur sem græðir á Þjórsárvirkjun
• Fornmunir
• Kynning fyrir grunnskólakrakka á virkjanaafleiðingar
-Kostir og gallar
• Kenna betur flokkun í grunn- og framhaldsskóla
-Þarf að vera bæði á heimili og skóla
• Sauma poka í búðir og koma svo og skila þeim
• Minka pappírs notkun, það er orðið svo mikið rafrænt
• Innbrot: megum ekki missa túrisma, en samt að vera vakandi
• Frárennsli seyra í ám
• Fjármálalæsi
• Þriggja tunnukerfi – í fyrirtækjum (bíó, huppa)