fbpx

Fundagerð 9. fundar Ungmennaráðs Suðurlands

Fundur haldinn í Héraðsskólanum á Laugarvatni dagana 12.-13. apríl 2022 kl. 13:00. 

Mættir eru:

  1. Maríanna Katrín Bjarkardóttir Skaftárhreppi
  2. Sólmundur Sigurðarsson Bláskógabyggð
  3. Óskar Snorri Óskarsson Hrunamannahreppi
  4. Haukur Davíðssom Hveragerði
  5. Haukur Castaldo Jóhannesson Ölfusi
  6. Birta Sigurborg Úlfarsdóttir Rangárþing eystra
  7. Elín Karlsdóttir Árborg
  8. Gunnar Páll Steinarsson Rangárþing ytra
  9. Elín Þórdís Pálsdóttir varmaður Árborg
  10. Helga Laufey Rúnarsdóttir Grímsnes og grafningshreppi

 

Forföll boðuðu:

Þorbjörg Skaphéðinsdóttir Ásahreppi

Selma Ýr Ívarsdóttir Höfn

Einar Skeggjason Flóahreppi

Ástráður Unnar Sigurðsson Skeið- og gnúpverjahreppi

 

Sveitarfélög sem eiga eftir að tilnefna fulltrúa í ráðið eru:

Vestmannaeyjar og Vík

 

Einnig eru mættir starfsmenn ráðsins, Gunnar E. Sigurbjörnsson og Guðlaug Ósk Svansdóttir verkefnastjóri ráðsins.

 

Dagskrá fundar:

1. Kjör í stjórn ungmennaráðs Suðurlands 

  1. Formaður
  2. Varaformaður
  3. Ritari

Samþykkt að fresta kjöri til næsta dags, 13. apríl kl. 09.00.

2. Farið yfir verkefni ráðsins frá síðasta staðfundi

Sólmundur varaformaður ráðsins fór yfir verkefni ráðsins og hvernig staðan er eftir Covid-19 hjá ráðinu og ungmennaráðum sveitarfélaganna. En ljóst er að Covid raskaði nokkuð starfi ráðsins og varð m.a. að fresta fundum og taka þá í gegnum fjarfundabúnað. Einnig frestaðist fyrirhuguð ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi og styrkumsókn í tengslum við hana. Ráðið hefur tekið þátt í nefndastörfum fyrir SASS, en einn fulltrúi á vegum ráðsins sat í samgöngunefnd SASS og annar fulltrúi sat í nefnd um heimavist við FSu. Nói Mar formaður ráðsins skrifaði grein sem birtist í blaði Samtaka íslenskra sveitarfélaga og fjallaði um skólamál. Formaður ráðsins var einnig með erindi á ársþingi SASS haust 2021 á Hellu og fór þar yfir störf ráðsins og lagði m.a. áherslu á verkefnið og forvarnarstarfið, Jafningjafræðsla á Suðurlandi, sem ungmennaráð Suðurlands vann ásamt sveitarfélaginu Árborg, en ekki hefur fengist fjármagn til að halda því góða starfi áfram. 

Bókun

Ungmennaráð Suðurlands vill hvetja til þess að Jafningjafræðsla verðir áfram í boði fyrir ungmenni á Suðurlandi í gegnum grunnskólana í landshlutanum. Ráðið vill beina því til allra sveitarfélaga á Suðurlandi að taka aftur upp jafningafræðslu og stuðla að því að á Suðurlandi verði starfandi jafningjafræðarar og gera þannig sunnlenskum ungmennum kleift að sitja við saman borð og ungmenni í öðrum landshlutum.

Gerð var könnun meðal allra ungmenna sem fengu fræðslu hjá jafningjafræðurunum á Suðurlandi og ljóst er að mikil ánægja var með jafningjafræðsluna, niðurstöður könnunarinna er aðgengilega á heimasíðu SASS undir Ungmennaráð Suðurlands.

3. Verkefni framundan

Rætt um hvort halda skuli ráðstefnu ungmennaráð á Suðurlandi en ekki hefur verið haldin slík ráðstefna síðan árið 2018. Ráðið er sammála að mikilvægt sé að halda slíka ráðstefnu og vill halda áfram með þær áherslur sem rætt var um að hafa á slíkri ráðstefnu við síðasta undirbúning og frestaðist vegna covid- 19. Áherslan væri ungt fólk á Suðurlandi – Suðurland til frambúðar. Samþykkt að gera umsókn í ERASMUS+ í tengslum við ráðstefnuna.

4. Menntahvöt áhersluverkefni

Kynningu frestað til næsta fundar.

5. Kjör í stjórn ungmennaráðs Suðurlands 2022

Sólmundur Sigurðsson er kjörinn formaður ráðsins

Haukur Castaldo Jóhannesson er kjörinn varaformaður ráðsins

Elín Karlsdóttir er kjörinn ritari ráðsins

Fráfarandi stjórn er þakkað fyrir vel unnin störf

6. Dagur Atvinnulífsins á Suðurlandi – Raddir ungmenna á Suðurlandi 

Ungmennráð Suðurlands fékk boð um að koma röddum ungmenna á Suðurlandi að á degi atvinnulífsins sem á að halda 28. apríl n.k. á Selfossi.  Ráðið tekur vel í erindið og skipti ráðinu upp í 3 vinnuhópa sem skilaði af sér efni til upptöku. Ráðið tók upp efni með röddum ungmenna með áherslu á atvinnumál, menntun og nýsköpun á Suðurlandi til framtíðar. Haukur Castaldo Jóhannesson tók að sér upptöku og að klippa efnið.

7. Annað  

Bókun

Nám á háskólastigi á Suðurlandi

Ungmennaráð Suðurlands telur að landshutinn Suðurland hafi borið skarðan hlut frá borði við aðgengi íbúa að námi á háskólastigi hvort sem um er að ræða staðnám eða fjarnám. Ungmennaráðið hvetur SASS, sveitarfélögin á Suðurlandi og menntastofnanir til að stuðla að auknu námi á háskólastigi í landshlutanum.

Bókun

Fullt nám í iðngreinum á Suðurlandi

Ungmennaráð Suðurlands hvetur FSu til þess að bjóða upp á fullt nám í öllum þeim iðngreinum sem nú þegar eru kenndar að hluta til við skólann. Ráðið telur löngu tímabært að FSu geri nemendum sínum kleift að ljúka námi í iðngreinum við skólann.

 

Fundi slitið kl. 12:00

Sækja fundargerð hér