Það er komið að öðrum fyrirlestri í fyrirlstrarröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“ sem haldinn verður þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12.
Þórunn Jónsdóttir fer yfir gerð styrkumsókna, en hún hefur skrifað yfir 300 umsóknir á sínum ferli. Markmið Þórunnar er að deila þekkingu sinni og reynslu sem víðast, enda trúir hún því að allir geti skrifað árangursríka styrkumsókn ef þeir fá góðan stuðning og réttu tólin til að ná árangri.
Fundurinn verður haldinn á TEAMS og verður hægt að skrá sig á með því að smella hér.
Við vekjum líka athygli á viðburðinum á Facebook og hvetjum alla sem hafa áhuga og þekkja til áhugasamra frumkvöðla að deila þessu áfram. Hægt er að skoða Facebook viðburinn með því að smella hér.
Sjáumst á TEAMS þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12.