Í dag fór skýrslan Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022 á heimasíðu SASS. Könnunin var framkvæmd í janúar til mars 2022 og voru 1644 fyrirtæki sem tóku þátt. Flest svör bárust frá Suðurlandi, en alls voru 380 fyrirtæki sem tóku þátt. Fyrirtækjakönnunin er samstarfsverkefni allra landshlutanna og áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands.
Helstu niðurstöður skýrslunnar:
- Það eru fleiri fyrirtæki sem vilja fjölga starfsfólki en fækka
- Breytingar voru áberandi mest í fyrirhuguðum fjárfestingum á milli kannanna (2022 og 2019) hjá hinu opinbera og mannvirkjagerð
- Aukin þörf er á iðnmenntun
- Af átta atvinnugreinum jukust ráðningarform frá 2019 áberandi mest hjá ferðaþjónustunni og fyrirtækjum í mannvirkjagerð
- 29% fyrirtækja er í þörf fyrir menntað vinnuafl
- 24% fyrirtækja eru í þörf fyrir starfsfólk með ákveðna færni – þ.e. meiri starfsreynslu, meiri samskiptafærni, fólki sem getur unnið sjáflstætt
Niðurstöður skýrslunnar eru áhugaverðar en hana má lesa í held sinni hér.
Sérstaka umfjöllun um Suðurland má finna hér.