fbpx

Kveiktu á perunni á Hugmyndadögum byggðaþróunarfulltrúa á Suðurlandi!

Ertu með brennandi áhuga á hringrásarahagkerfinu, sjálfbærni og nýsköpun? Viltu taka þátt í spennandi hugmyndavinnu og þróa lausnir fyrir fyrirtæki og sveitarfélög á Suðurlandi? Þá eru Hugmyndadagar á Suðurlandi í boði byggðaþróunarfulltrúa SASS og Lóu nýsköpunarsjóðs akkúrat það sem þú ert að leita að!

Hvað er í boði?

  • Fjölbreytt dagskrá:
    • 1. hluti – Rafræn vinnustofa í hönnunarhugsun og nýsköpun (1. apríl, 13:00-15:00)
      Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun leiðir vinnustofuna og Guðrún Gyða Franklin, arkitekt og sérfræðingur í hönnunarhugsun færir þátttakendum hugræna verkfærakistu hönnunarhugsunar.
    • 2. hluti – Hugarflug um nýjar hringrásar lausnir inni á hverju svæði með þátttöku fyrirtækja og sveitarfélaga (3. apríl, 10:00-16:00)
      Teymin hittast á sínu nærsvæði þar sem fulltrúar RATA og byggðaþróunarfulltrúar leiða hugmyndavinnu með hönnunartóli hringrásarhagkerfisins.
    • 3. hluti – Rafrænn lokaviðburður (7. apríl 13:00-15:00)
      Teymin kynna verkefni sín fyrir dómnefnd.

 

  • Áhersla á hringrásarhagkerfið: Við beinum sjónum að hringrásarlausnum og nýsköpun innan fyrirtækja og sveitarfélaga.
  • Teymisvinna: Myndaðu 2-4 manna teymi með vinum, samstarfsfólki eða nýjum samstarfaðilum.
  • Fyrir öll: Hvort sem þú ert fulltrúi fyrirtækis, sveitarfélags eða einstaklingur.
  • Vegleg verðlaun: Verðlaunapottur hljóðar upp á 400.000 krónur

 

Hvernig virkar þetta?

  • Þú færð þjálfun í hönnunarhugsun og nýsköpunarferlinu
  • Þú vinnur í teymi að raunverulegum áskorunum frá fyrirtækjum og sveitarfélögum.
  • Þú færð leiðsögn frá sérfræðingum og tækifæri til að kynna hugmyndina þína.
  • Hugmyndadagar standa yfir frá 1. apríl til 7. apríl (þetta er ekki aprílgabb)

 

Hverjir geta tekið þátt?

  • Öll áhugasöm um nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið
  • Fyrirtæki og einstaklingar á Suðurlandi.
  • Engin sérstök forkunnátta er nauðsynleg.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að láta ljós þitt skína!