fbpx

Markmið

• Að nýta betur þau verðmæti sem eru í orku á Suðurlandi
• Að auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi
• Að vinna að nýsköpun í orkutengdri atvinnustarfsemi

Verkefnislýsing

Hugmyndasamkeppni um nýtingu orku þar sem leitað er leiða til að taka orku sem ekki nýtt í dag og skapa verðmæti með nýrri hugsun og nýjum verkefnum sem eru viðbót við núverandi atvinnulíf á Suðurlandi.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist öllum þremur meginflokkum undir stefnu og markmiðum um atvinnulíf og nýsköpun, þ.e.
i) Að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja og atvinnulífs á Suðurlandi
ii) Efla og byggja á styrkleikum, tækifærum og vaxtarsprotum atvinnulífs á Suðurlandi
iii) Auka fjölbreytni í atvinnulífi á Suðurlandi

Lokaafurð

Styrkt verkefni og kynning á niðurstöðum.

Sjá: www.sass.is/hugmyndasamkeppni

Verkefnastjóri
Haraldur Hjaltason, ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Artemis.
Verkefnastjórn
Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, formaður dómnefndar, Albert Albertsson, hugmyndasmiður hjá HS orku, Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri NMÍ og Sigurður Þór Sigurðsson, formaður Atorku
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
NMÍ og Orka náttúrunnar
Heildarkostnaður
5.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
5.000.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Janúar-mars 2018
Staða
Lokið
Númer
173016