Markmið
Markmið verkefnisins er að ná fram stöðumati ýmissa mála er snúa að samfélags- og byggðaþróun á Suðurlandi.
Verkefnislýsing
Um er að ræða íbúakönnun sem nær til ýmissa sviða s.s. samfélags-, atvinnu- og menntamála. Könnunin hefur verið framkvæmd á Vesturlandi, Suðurnesjum og Norðvesturlandi. Könnunin hefur verið þróuð af Vífli Karlssyni hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Um er að ræða mjög umfangsmikla könnun miðað við kostnað sem til félli á Suðurlandi vegna þess undirbúnings og þróunar sem átt hefur sér stað hjá þeim við mótun verkefnisins.
Tengsl við sóknaráætlun
Verkefnið tengist sóknaráætlun á margan hátt en nýtist fyrst og fremst sem stöðumat á mörgum málefnasviðum, eins og á sviði atvinnulífsmála og menntamála. Verkefnið gefur einnig tækifæri til samanburðar við aðra landshluta.
Lokaafurð
Íbúakönnun
Verkefnastjóri
Vífill Karlsson
Verkefnastjórn
Vífill Karlsson, Þórður Freyr Sigurðsson, Hrafn Sævaldsson
Framkvæmdaraðili
Vífill Karlsson og Rannsóknarsetur Háskólans á Akureyri
Samstarfsaðili
SASS
Heildarkostnaður
2.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000 kr.
Ár
2017
Tímarammi
Apríl – október 2017
Staða
Lokið
Niðurstöður íbúakönnunar á Suðurlandi
Kynning á íbúakönnun Suðurlands (.pdf)
Íbúakönnun á Íslandi
Skýrslan íbúakönnun á Íslandi er afleiða af þessu áhersluverkefni og í henni voru tekin saman gögn yfir fleiri landshluta þar sem sama könnun var unnin.
Íbúakönnun á Íslandi – Skýrlsa (.pdf)
Íbúakönnun á Íslandi – Kynning (.pdf)
Frétt vegna íbúakönnunar á Íslandi má finna hér.