fbpx
15. febrúar 2016

Fjarskiptasjóður fékk 500 m.kr. fjárveitingu á fjárlögum 2016 til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifibýli utan markaðssvæða. Starfshópur vinnur nú að tillögum að framkvæmd fyrirhugaðs landsátaks, Ísland-ljóstengt. Samráðsfundur var haldinn með forsvarsmönnum landshlutasamtaka og  fram komnar tillögur um útfærslu kynntar. Gert verður samkomulag við viðkomandi sveitarfélög um verkefnið og styrkinn. Styrkur einskorðast við upphafskostnað þ.e. hann nær ekki til rekstrarkostnaðar. Stjórnvöld vilja stuðla að því að innan fárra ára hafi 99,9% heimila og fyrirtækja á landinu aðgengi að 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu.

Hér má lesa nánar um málefni samráðsfundarins