fbpx

Íslenski safnadagurinn er sunnudag 13. júli og söfn landsins bjóða þá gesti sína velkomin til að vekja athygli á fjölbreytilegri starfsemi safna. Á Eyrarbakka leiðir sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir sögugöngu um slóðir Þórdísar Símonardóttur ljósmóður og hefst gangan við Byggðasafn Árnesinga í Húsinu kl. 14.00. Sérsýningin Ljósan á Bakkanum er í borðstofu Hússins og byggir á bók Eyrúnar Ljósmóðirin. Frítt verður í Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið í tilefni dagsins. Í Húsinu er hægt enn hægt að skoða sýninguna Handriti alla leið heim sem unnin í samvinnu við Árnastofnun. Á Sjóminjasafninu er auk fastra sýninga  ljósmyndasýningin Vélbátar frá Eyrarbakka og sumarsýningin Blátt eins og hafið. Á þeirri sýningu ber að líta safn blárra gripa víðs vegar úr Árnessýslu sem voru veiddir uppúr geymslu safnsins. Rjómabúið á Baugsstöðum verður opið líkt og aðrar helgar í júlí og ágúst milli 13-18 og þar er aðgangseyrir 500.- Þuríðarbúð stendur ávallt opin öllum.  Safnadagurinn ætti að vera ferðalöngum og heimafólki hvatning til að gefa söfnum sérstakan gaum.