Kjötsúpuhátíðin verður haldin á Hvolsvelli helgina 29. – 30. ágúst nk. Þorpið og sveitarfélagið verður allt skreytt á litríkan hátt og fólk kemur saman og nýtur veglegrar dagskrár. Nafnið dregur hátíðin af þeirri hefð Sláturfélags Suðurlands að bjóða upp á kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á laugardeginum. Á föstudagskvöldinu verða nokkrir heimamenn með opið hús og bjóða í súpu. Fjölbreytt dagskrá verður á laugardeginum sem endar með Vallarsöng undir stjórn Magna Ásgeirssonar.