Markmið
Kortleggja auðlindir Suðurlands með það að markmiði að auka aðgengi allra að upplýsingum um svæðið á skilvirkan hátt. Þróa áfram nýjar leiðir í framsetningu á nýjum og fyrirliggjandi gögnum s.s. aðalskipulögum sveitarfélaga einnig gögnum frá ýmsum stofnunum t.d. Ferðamálastofu, Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Orkustofnun, félagasamtökum og fleiri.
Verkefnislýsing
Kortavefur Suðurlands er samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á Suðurlandi. Verkefnið felst í því að kortleggja auðlindir Suðurlands með það að markmiði að auka aðgengi allra að upplýsingum um svæðið á skilvirkan hátt án sveitarfélaga- og sýslumarka.
Um er að ræða nýjar kortaþekjur og kortaþekjur sem styðja við önnur átaksverkefni á vegum SASS á Suðurlandi. Áhersla er á að gögnin verði á ábyrgð eigenda sinna m.t.t. áreiðanleika og uppfærslu. Þar fyrir utan eru þekjur sem verða unnar sérstaklega fyrir Kortavefinn m.a. upp úr aðalskipulögum sveitarfélaganna og önnur sértækari gögn s.s. hjólaleiðir og fleira í tengslum við ferðaþjónustu og auðlindir fyrir fjárfesta.
Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019
Verkefnið tengist sterkt Sóknaráætlun Suðurlands 2015-2019.
Má þar helst nefna aukna samvinnu á milli sveitarfélaga á Suðurlandi og heildrænni kortlagningu í landshlutanum.
Þá má færa rök fyrir því að slíkur kortavefur ýti undir jákvæða ímynd Suðurlands þar sem aðgengi að auðlindum landshlutans koma fram.
Kortavefurinn mun koma að góðum notum í fræðslu og kennslu. Vefurinn mun vonandi geta eflt atvinnulíf á svæðinu með bættu aðgengi að upplýsingum eins og auðlindum t.d. til atvinnusköpunar fyrir ólíka atvinnustarfsemi. Samhliða því auðgast mannlíf og menning.
Lokaafurð
Kortavefur Suðurlands – heimasíða
Verkefnastjóri
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Verkefnastjórn
Pétur Ingi Haraldsson, Sigurður Smári Benónýsson, Árdís Erna Halldórsdóttir, Dagný Jóhannsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Loftmyndir og Sveitarfélögin á Suðurlandi
Heildarkostnaður
4.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
4.000.000.-
Ár
2017
Tímarammi
1. apríl 2017 – 1. janúar 2018
.