fbpx

Skoða Kortavef Suðurlands

Markmið

Markmið verkefnisins er að efla kortavef Suðurlands. Með þessu verkefni er meginmarkmiðið að sýna ákveðnar ferðaþjónustuþekjur og þekjur í tengslum við auðlindir landshlutans til að auka notkunargildi hans gagnvart sveitarfélögum, einstaklingum og aðilum er koma að ferðamálum.

Verkefnislýsing

Kortavefur Suðurlands verður opnaður vor 2017. Vefurinn verður aðgengilegur öllum og er án sveitarfélaga- og sýslumarka. Kortavefur Suðurlands er lifandi kortavefur með áreiðanlegum kortaþekjum sem tengjast að mestu auðlindum svæðisins og ferðaþjónustu. Kortavefurinn er samstarfsverekfni og er hann tengdur fjölmörgum stofnunum sem nýtast öllum sveitarfélögum á Suðurlandi, íbúum þess, fyrirtækjum og gestum. Auk þess býður vefurinn upp á ýmis tæki og tól til að skoða, mæla og merkja á réttar loftmyndir af landshlutanum.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið styður við megin áherslur sóknaráætlunar Suðurlands í nokkrum þáttum.

  1. Verkefnið er samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á Suðurlandi og var verkefnið samþykkt á aðalfundi SASS 2016.
  2. Vinnan tengist heildrænni kortalagningu og er sérstök áhersla lögð á auðlindir og ferðaþjónustu. Framundan er þó frekari vinna við þekjur sem draga fram sérstöðu einstakra svæð og er þá m.a. átt við verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að, þrískiptingu landshlutans.
  3. Verkefnið eflir jákvæða ímynd af svæðinu þar sem fram koma þekjur sem byggja á gæðum og hreinleika svæðisins.

Lokaafurð

Að til verði safn ganga og korta á Kortavef Suðurlands sem er án sveitarfélaga- og sýslumarka. Vefurinn er lifandi og lokaafurð þessa árs er að hafa vefinn virkann og í stöðugri þróun.

Afurðir verkefnis

Kortavefur Suðurlands

Verkefnastjóri
Guðlaug Ósk Svansdóttir                  
Verkefnastjórn
Pétur Ingi Haraldsson, Sigurður Smári Benónýsson, Árdís Erna Halldórsdóttir, Dagný Jóhannsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Loftmyndir ehf. og Sveitarfélögin á Suðurlandi
Heildarkostnaður
3.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.000.000.-
Ár
2017
Tímarammi
1. apríl 2017 – 1. apríl 2018