fbpx

 

dsc_2900Fulltrúar Landsnets verða með kynningarfund í byrjun nýs árs þar sem kerfisáætlun Landsnets 2016 – 2025 verður kynnt og auk þess verður fjallað um helstu umhverfisáhrif. Nánari upplýsingar um kerfisáætlunina má finna hér.

Dagskrá fundarins:

  • Framsaga
    • Kerfisáætlun: Helstu áherslur, breytingar frá fyrri áætlun, framkvæmdaáætlun og samanburður valkosta
    • Umhverfisáhrif: Helstu umhverfisáhrif, samanburður valkosta og losun gróðurhúsalofttegunda
  • Umræður

Boðið er upp á léttan hádegismat kl. 12:00.

Staður og stund: 5. janúar 2017 kl. 12:00 – 15:00 á Stracta hótelinu á Hellu.

Endilega kynnið fundinn sem víðast enda er hér um mikið hagsmunamál að ræða.