Lýsing:
Efni sem dýpkar skilning á viðfangsefninu og veitir nemendum frekari lærdóm og upplifun í heimsókninni. Tenging við markmið náttúrugreina í aðalnámskrá grunnskóla sem snúa að eldvirkni, jarðskjálftum og viðbrögðum við náttúruvá . Undirbúningsefni fyrir kennara hefur það hlutverk að gefa kennara tækifæri á að undirbúa hópinn fyrir heimsóknina og eftirfylgniefni hefur það hlutverk að taka saman heimsóknina og fara yfir upplifun nemenda. Fræðsluefnið tengist sýningaratriðum og bíómynd í LAVA og reynt er að ná sem bestri tengingu á milli markmiða aðalnámskrár og heimsóknarinnar.
Markhópur
Hentar aldurshópi 6-16 ára (1.-10. bekk). Efnið verður sett upp útfrá yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi grunnskóla. Hvernig mun afurðin nýtast nemendum í námi:
Viðfangsefnið tengist inn á nokkur námsmarkmið náttúrugreina í aðalnámskrá.
Þar sem sýningin er að mestu sjónræn og gagnvirk þá hentar hún nemendum á öllum aldri og fyrir nemendur með sérþarfir.
Börnum með sérþarfir mætt t.d með notkun vasaljósa og heyrnarhlífum í heimsókninni og einnig munu kennarar fá verkefnin send á tölvutæku formi fyrir heimsóknina svo að hægt sé að aðlaga efnið að hverjum og einum nemanda.
Gefur kennurum tækifæri á að nýta efni sýningarinnar til að útskýra jarðfræði Íslands á auðskiljanlegan, sjónrænan og gagnvirkan hátt.
Fræðsluefni sem sent er á undan heimsókn nýtist kennara í undirbúningi heimsóknarinnar þannig að auðvelt er fyrir kennara að setja fram tilgang og markmið með heimsókninni.
Eftirfylgniblöð eftir heimsókn hjálpar kennara við að taka saman upplýsingar úr heimsókninni þannig að heimsóknin gefi nemanda enn meira gildi
Afurð
Gefur gestum sýningarinnar aukna upplifun og fróðleik.
Efnið verður einnig nýtt fyrir erlenda skólahópa ef áhugi er fyrir því.
Hægt verður að bjóða fjölskyldum upp á að nýta efnið á meðan á heimsókn stendur.
Prentuð blöð þar sem gestir svara spurningum (myndrænt efni líka). Einnig undirbúnings- og eftirfylgniefni fyrir kennara sem sent er rafrænt fyrir heimsókn. Vonandi á formi smáforrits í spjaldtölvu eða síma síðar.
Ávinningur
Gefur gestum sýningarinnar aukna upplifun og fróðleik.
Efnið verður einnig nýtt fyrir erlenda skólahópa ef áhugi er fyrir því.
Hægt verður að bjóða fjölskyldum upp á að nýta efnið á meðan á heimsókn stendur.
LAVA eldfjalla- og jarðskjalftamiðstöð ehf (LAVA centre)
Verkefnastjóri: Hulda Kristjánsdótir
Tölvupóstur: hulda@lavacentre.is
Heimasíða: lavacentre.is
Simi: 4155200
Hvert og eitt safn kynnti verkefni sín á sameiginlegri kynningu 31. maí 2018 og má finna öll kynningarmyndböndin hér.