fbpx

Hreppsnefnd Ásahrepps vinnur nú að næstu skrefum við ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins. Fjarskiptafélag Ásahrepps var stofnað skömmu fyrir kosningar og nú nýverið var skipt um stjórn í félaginu. Egill Sigurðsson oddviti er formaður stjórnar og aðrir stjórnarmenn eru aðalmenn í hreppsnefnd Ásahrepps. Varamenn í stjórn eru þau sömu og í hreppsnefndinni og framkvæmdastjóri félagsins er Björgvin sveitarstjóri. Á fundi hreppsnefndar 12. ágúst, var rætt um næstu skref í málinu, en mikið er lagt upp úr því að vanda allan undirbúning. Því var ákveðið að heimsækja þá sem standa að ljósleiðaravæðingu í Mýrdalnum en þar réðust einkaaðilar í slíka framkvæmd sem nú stendur yfir, og í framhaldinu að taka hús á sveitarstjóra og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þeim Kristófer og Skafta. Sá hreppur hefur lokið lagningu ljósleiðara í allt sveitarfélagið og því sérlega forvitnilegt að fá innsýn inn í reynslu hreppamanna af framkvæmdinni og notkun á leiðaranum síðasta árið.

Ásahreppur