fbpx

Þann 4. mars sl. rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbygginarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 122 umsóknir, skiptast umsóknir í eftirfarandi flokka, menningarverkefni  og atvinnu- og nýsköpunarverkefni.  Í flokk menningarverkefna bárust 91 umsóknir og 31 umsóknir í flokka atvinnu- og nýsköpunarverkefnum. 

Allir umsækjendur munu fá sendan tölvupóst um niðurstöðu fagráðs og stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga þegar niðurstöður liggja fyrir. 

Reiknað er með því að úthlutun verði kynnt þann þann 8. apríl nk.  Einnig má fylgjast með fréttum og tilkynningum af Uppbyggingasjóði Suðurlands á Facebook síðu sjóðsins https://www.facebook.com/uppbyggingarsjodursudurlands