Velferðarmálanefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Menningarráð Suðurlands efna til málþings í Versölum Ráðhúsi Ölfuss, Þorlákshöfn, um málefni innflytjenda á Suðurlandi föstudaginn 11. apríl nk. kl. 10.00 – 16.00. Skráning á málþingið er á sass@sudurland.is eða í síma 480 8200. Þátttökugjald er kr. 2000, hádegisverður innifalinn.
Á málþinginu verða flutt fjölmörg erindi og umræðuhópar munu starfa og skila áliti, sbr. meðfylgjandi dagskrá. Stofnanir verða með upplýsingatorg þar sem kynnt verður upplýsingaefni af ýmsu tagi. Í hádeginu verður boðið upp á mat sem á rætur að rekja til ýmissa heimshorna.
Stofnanir sem koma að málþinginu með einum eða öðrum hætti eru: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Menningarráð Suðurlands, Skólaskrifstofa Suðurlands, Fræðslunet Suðurlands, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sýslumaðurinn á Selfossi, Rauði krossinn, Vinnumálastofnun á Suðurlandi, Fjölmenningarsetrið Ísafirði og Þjónustumiðstöð verkalýsfélaganna Selfossi. Sjá nánar dagskrá málþingsins:
Málþing um málefni innflytjenda á Suðurlandi
11. apríl 2008 kl. 10.00 – 16.00
Fundarstaður: Versalir í Ráðhusi Ölfuss Þorlákshöfn
Ráðstefnustjóri : Barbara Guðnadóttir menningarfulltrúi Ölfusi
Dagskrá:
10.00 Setning: Unnur Þormóðsdóttir formaður Velferðarmálanefndar SASS
10.10 Stefna stjórnvalda í málefnum innflytjenda: Hildur Jónsdóttir Innflytjendaráði.
10.30 Innflytjendur í þremur sveitarfélögum: réttindi, þátttaka og viðurkenning.: Unnur Dís Skaftadóttir Háskóla Íslands.
10.50 Innflytjendur á Suðurlandi – ýmsar tölulegar upplýsingar.
11.00 Innflytjendur á vinnumarkaði á Suðurlandi: Auður Guðmundsdóttir Vinnumálastofnun Suðurlandi.
11.15 Innflytjendur í mæðra- og ungbarnavernd: Guðrún Kormáksdóttir Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
11.30 Þurfa íslendingar að endurskoða afstöðu sína til innflytjenda? :
Sr. Baldur Kristjánsson
11.45 Útlendingar og vinnumarkaðurinn: Amal Tamimi formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar.
12.00 Hádegisverður. Boðið verður upp á mat frá ýmsum heimshornum.
13.00 Móttaka nýrra íbúa í Fjarðabyggð: Helga Jónsdóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
13.15 Aðkoma almennings að málefnum innflytjenda: Bryndís Friðgeirsdóttir, Rauða Krossinum Ísafirði., félagi í Rótum – áhugamannahópi um fjölmenningu á Vestfjörðum.
13.30 Samningur Akranessbæjar og Rauða krossins um móttöku innflytjenda: Anna Lára Steindal Rauða krossinum Akranesi.
13.45 Samvinna og ábyrgð í málefnum innflytjenda: Aðalsteinn Baldursson Verkalýðsfélagi Húsavíkur.
14.00 Fjölmenningarsetrið – þjónusta og starfsemi: Elsa Arnardóttir.
14.30 Umræðuhópar.
15.00 Álit umræðuhópa.
15.30 Málþingsslit: Jóna Sigurbjartsdóttir formaður Menningarráðs Suðurlands.
Málþingið er öllum opið.
Þátttaka tilkynnist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á sass@sudurland.is eða í síma 480 8200.
Þátttökugjald kr. 2000. Hádegisverður innifalinn.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga Menningarráð Suðurlands