Föstudaginn 8. janúar nk. verður haldið málþing á Hótel Selfossi um væntanlega tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Þar er fyrirhugað að fjalla um sem flestar hliðar málsins þannig að nýtist í áframhaldandi undirbúningi að tilfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna á Suðurlandi. Meðal fyrirlesara verða: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra, Kristín Sigursveinsdóttir deildarstjóri hjá Akureyrarbæ, Sigurður H. Helgason ráðgjafi verkefnisstjórnar félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga og Laufey Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að tími gefist til umræðna og fyrirspurna. Málþingið hefst kl. 10.30 og lýkur kl 15.30. Þátttaka er öllum heimil.
Þátttaka tilkynnist til SASS á netfangið sass@sudurland.is eigi síðar en 6. janúar nk. Þátttökugjald er kr. 3000 (hádegismatur og kaffi innifalið). Æskilegt er að nafn og kennitala greiðanda fylgi með.
Sjá meðfylgjandi dagskrá.
Málþing á Hótel Selfossi um tifærslu málefna fatlaðra 8. janúar 2010
Dagskrá:
Kl. 10.30 Skráning
11.00 Setning:
11.05 Laufey Jónsdóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir, Svava Jónsdóttir: Kynning á starfsemi skrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi:
12.05 Matarhlé
13.00 Sigurður H. Helgason ráðgjafi verkefnisstjórnar:Yfirlit um tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga:
13.30 Kristín Sigursveinsdóttir deildarstjóri: Reynsla Akureyrarbæjar af samþættri félagsþjónustu
14.00 Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri: Rekstur sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á málefnum fatlaðra:
14.30 Kaffihlé
14.45 Pallborðsumræður
15.30 Málþingsslit
Málþingsstjóri: Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands.
Dagskráin er birt með fyrirvaraum hugsanlegar breytingar.
Þátttaka tilkynnist til SASS á netfangið sass@sudurland.is eigi síðar en 6. janúar nk.
Þátttökugjald kr. 3.000.