Laugardaginn 19. september er uppskeruhátíð Hrunamanna. Fjölbreytt dagskrá er í boði.
Messa í Hrunakirkju kl. 11:00
Uppskerumarkaður í félagsheimilinu kl. 13:00-17:00 þar sem fjölbreytt úrval verður af glænýjum matvælum úr sveitinni, Einnig handverk heimamanna og ljósmyndasýning Sigurðar Sigmundssonar. Fulltrúar Heilsuþorps á Flúðum og Byggðar á Bríkum kynna hugmyndir um nýja byggð. Kvenfélagið verður með kaffiveitingar.
Árni Johnsen kemur og syngur nokkur lög uppúr kl. 14:00
Opin hús:
Bjarkarhlíð, hjá Önnu Magnúsdóttir, handverkskonu,.
Dalbæ hjá Rut Sigurðardóttir, glerlistakonu.
Laugalandi hjá Dóru Mjöll , „Leikur að list“ ,opið hús kl. 13:00-17:00
Hruna, vinnustofa Sigríðar Helgu leirlistakonu opin kl. 12:00-14:00
Gröf, minjasafnið opið kl. 14:00-17:00
Opið hús verður að Sólheimum frá kl. 12:00-15:00. Blandað bú, fjós, fjárhús, lítið minjasafn og gamlir bílar. Heimsóknar-uppskeru-tilboð kr. 500.- á mann og frítt fyrir börn.
Hótel Flúðir verður með uppskerutilboð. Gisting, þriggja rétta hátíðarkvöldverður og morgunverðarhlaðborð kr. 10.900.- pr mann, miðað við 2 í herbergi.
kl. 14:00-16:00 verður grænmetissúpa í boði hótelsins á hótelplaninu.
Torgstemmning fyrir framan Flúðaskóla kl. 13:30-15:00
Kaffi Grund – Gestakokkarnir Beggi og Pacas munu töfra fram gómsæta og farmandi grænmetisrétti
Sveppaveisla og einn kaldur með í boði Flúðasveppa kl. 16:00-17:00. Allir velkomnir.
Opna íslenska grænmetismótið verður haldið á Golfvellinum Efra-Seli
og 20% afsláttur af pizzum í golfskálanum. Skráning í mótið á www.golf.is, í síma 4866454 eða gf@kaffisel.is
Útlaginn verður með tónleika kl. 17:00 þar sem Kristín Magdalena Ágústsdóttir söngkona og Hörður Friðþjófsson gítarleikari leika létt lög.
Hljómsveitin Sixties spilar frá kl. 23:00-02:00
Gönguferð með leiðsögn verður sunnudaginn 20. september ef veður leyfir. Gengið niður með Stóru-Laxárgljúfrum. Áætlaður göngutími 7-8 klst. Panta verður í feðrina í síma 4866728/8926728. Fararstjóri er Anna Ásmundsdóttir