Markmið
Efla menntunarstig þeirra sem starfa með matvæli á Suðurlandi.
Verkefnislýsing
Meginmarkmið þessa verkefnis er að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. Jafnframt gera þeim einstaklingum sem hafa áhuga á að efla þekkingu sína og færni, kleift að stunda nám í heimabyggð.
Tengsl við sóknaráætlun 2020-24
- Umhverfi
Eykur skilning og þekkingu á matvælasviði sem leiðir m.a. af sér minni matarsóun og stuðlar að sjálfbærri þróun - Samfélag
Sóknaráætlun setur fram þau markmið að hækka menntunarstig um 5% fram til ársins 2025. Nám á matvælasviði í heimabyggð er liður í því verkefni og styður einnig við bætta stöðu innflytjenda á svæðinu þar sem stór hluti þeirra sem starfa í eldhúsum og mötuneytum eru innflytjendur. - Atvinna og nýsköpun
Gera má ráð fyrir því að aukin menntun á matvælasviði geti stuðlað að aukinni framlegð fyrirtækja og stofnana. Hækkað menntunarstig á matvælasviði getur þannig haft örvandi áhrif á vöxt og viðgang fyrirtækja og leitt af sér nýsköpun m.a. í fullvinnslu matvæla.
Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
- Menntun fyrir alla
- Aukinn jöfnuður
- Ábyrg neysla og framleiðsla
Árangursmælikvarðar
Fjöldi þeirra sem líkur námi og ánægjukönnun að námi loknu.
Lokaafurð
Markmiðið er að 15-20 einstaklingar nái að ljúka náminu í Matartækni og eru horfur góðar. Nú þegar hefur hópur einstaklinga líst áhuga á slíku námi og framundan er raunfærnimat í matartækni sem reikna má með að ýti enn frekar undir þátttöku við þessa námsbraut.
Verkefnastjóri
Sólveig R. Kristinsdóttir
Framkvæmdaraðili
Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi
Samstarfsaðilar
Menntaskólinn í Kópavogi
Heildarkostnaður
8.900.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
4.500.000 kr. árið 2020 og 2.500.000 kr. árið 2021
Mótframlag
1.900.000 kr. frá þátttakendum í gegnum námskeiðisgjöld
Ár
2020
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hefst að hausti árið 2020 og líkur að vori 2022
Staða
Í vinnslu
Númer
203008
Staða verkefnis
Um er að ræða námsleið í matartækni í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi, á vegum Fræðslunets Suðurlands. Námið fór af stað í haust og er eingöngu í fjarnámi á haustönn en reiknað er með að kennt verði á Suðurlandi að hluta á vorönn. Þátttakendur koma víða að á Suðurlandi, samtals 20 nemendur. Hafa allir nemendur matvinnslu að atvinnu með einum eða öðrum hætti. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga sem hafa langa starfsreynslu en hafa ekki lokið formlegri menntun. Hins vegar hafa flestir farið í gegnum raunfærnimat.