Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurlandi, Menntamálaráðuneytis og Samgönguráðuneytis, um menningarmál. Við styrkúthlutun 2009 verður litið sérstaklega til verkefna á sviði menningartengdra ferðaþjónustu. Að öðru leyti gilda sömu reglur og við fyrri úthlutanir.
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.
Menningarráðið mun ekki veita rekstrar-,stofnkostnaðar-eða endurbótastyrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, almennar samkomur, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla.
Umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2009
Ætlunin er að tilkynna um úthlutun í apríl 2009. Úthlutað verður einu sinni á ári.