fbpx

Í janúar 2014 auglýsti Menningarráð Suðurlands eftir umsóknum um verkefnastyrki til eflingar menningarlífs á Suðurlandi. Alls bárust ráðinu 176 umsóknir og var sótt um u.þ.b. 80 milljónir kr. samtals. Á fundi ráðsins sem haldinn var 9. júní var samþykkt að veita 110 verkefnum styrki, samtals 26,6 milljónir kr.

Úthlutunarhátíð verður haldin í Listasafn Árnesinga í Hveragerði, föstudaginn 20. júní  kl. 15:00. Kaffiveitingar í boði Hveragerðisbæjar. Þess er vænst að fulltrúi/fulltrúar styrkhafa sem hljóta samanlagt 300.000 kr. í styrk og hærra sjái sér fært að mæta.    Allir hinir sem eiga heimagengt eru hjartanlega velkomin. Þetta kemur fram í tilkynningu  frá Menningarráði Suðurlands.

Meðfylgjandi mynd var tekin við úthlutun ráðsins, sem fram fór á Hellu 13. maí 2013 en Friðrik Erlingsson, rithöfundur er í pontu en hann og Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður fengu þá styrk vegna óperunnar Ragnheiðar, sem var frumflutt í Skálholti síðasta sumar.