fbpx

Markmið

Hækkun menntunarstigs á Suðurlandi

Verkefnislýsing

Verkefnið miðar að því að auka eftirspurn eftir menntun á Suðurlandi og hækka þannig menntastigið. Unnið verður kynningarefni í því sambandi, innviðir menntunar í héraðinu verða kortlagðir og kynntir verða möguleikar til að stunda nám með vinnu, bæði hjá innlendum og erlendum fræðsluaðilum. Auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og með fundum vítt og breitt um héraðið. Gerð sviðsmynda um framtíð Suðurlands með ungmennum í samvinnu við Framtíðarsetur Íslands.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Verkefnið tengist megináherslu málaflokksins Samfélag (Bætt menning, velferð og samstarf svo lífsgæði eflist og mannlíf á Suðurlandi blómstri). Þá má ætla að hækkað menntastig komi á móts við meginmarkmið málaflokksins Atvinna og Nýsköpun (Öflugt atvinnulíf á Suðurlandi með aukinni nýsköpun, framleiðni og fjölbreyttari atvinnutækifærum).

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

#4 Menntun fyrir alla. Með bættu aðgengi og aukinni eftirspurn munu fleiri njóta þjónustu menntakerfisins á árangursríkan hátt.
#8 Góð atvinna og hagvöxtur. Hærra menntunarstig leiðir að öðru jöfnu til betri atvinnutækifæra.
#9 Nýsköpun og uppbygging. Þess er vænst að hugmyndir unga fólksins um framtíðina á Suðurlandi leiði til nýsköpunar og menntunar við hæfi.
#10 Aukinn jöfnuður. Með hækkandi menntunarstigi ætti menntakerfið að nýtast enn betur sem tæki til jöfnuðar. Sérstaklega verði hér horft til íbúa af erlendum uppruna.

Árangursmælikvarðar

Mæling á menntastigi

Lokaafurð

Hækkað menntunarstig, aukinn áhugi á menntun og betri vitneskja um námstækifæri í héraðinu.


Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir og Sigurður Sigursveinsson
Framkvæmdaraðili
Háskólafélag Suðurlands
Samstarfsaðilar
Þekkingarsetur og fræðsluaðilar á Suðurlandi. Framtíðarsetur Íslands.
Heildarkostnaður
2.500.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.500.000 kr.
Ár
2020
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hefst 1. mars 2020 og verður lokið 31. desember 2021.
Staða
Lokið 
Númer
203007


Staða verkefnis

Lokið er við hönnun á kynningarefni og samantekt á námsverum, en unnið er að greiningu á menntastigi og núverandi námsframboði þar sem kennslufyrirkomulagið er sveigjanlegt (fjarnám, dreifnám/blandað nám)

Komið hefur verið upp yfirlitssíðu fyrir sunnlensk námsver: www.starfamessa.is/menntahvot 

Lokaskýrsla verkefnis

Viðhengi – Menntunarstig á Suðurlandi 

Viðhengi – Sviðsmyndir um framtíð Suðurlands

Viðhengi – Niðurstöður úr könnun með útskritarnema frá fjórum sunnlenskum framhaldsskólum